fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
433

Jurgen Klopp: Versta dekkun sem ég hef séð á ævinni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Everton í enska FA-bikarnum í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

James Milner kom Liverpool yfir á 35. mínútu með marki úr vítaspyrnu og staðan því 1-0 í hálfleik.

Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin fyrir Everton með frábæru skoti um miðjan síðari hálfleikinn áður en Virgil van Dijk tryggði sínum mönnum sigur með skallamarki á 84. mínútu og lokatölur því 2-1 fyrir Liverpool.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var að vonum afar sáttur með sigur sinna manna í kvöld.

„Þetta var ekki fallegati fótboltaleikur sögunnar en þetta var alvöru barátta. Ég er mjög sáttur með hugarfar leikmannanna. Everton varðist vel og þeir reyndu að spila fótbolta og það var allt annað að sjá þá en þegar að þeir komu hingað síðast,“ sagði Klopp.

„Jöfnunarmarkið sem þeir skora kom eftir verstu dekkun sem ég hef séð á ævi minni. Það var erfitt að átta sig á því hvað leikmennir voru að hugsa en það er mikilvægt að svara svona mistökum og við gerðum það. Frábært fyrir Van Dijk að skora í sínum fyrsta leik og ég er mjög sáttur.“

„Fyrir mér þá var þetta ekki víti sem við fengum í kvöld, alveg eins og vítið sem Everton fékk gegn okkur um daginn,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín

Elmar Atli fékk væga refsingu fyrir veðmálabrot sín
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fáir tóku eftir þessu á sunnudag – Var við það að kafna þegar konfetti fór upp í hann

Fáir tóku eftir þessu á sunnudag – Var við það að kafna þegar konfetti fór upp í hann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Alfreð Finnbogason æfði með Breiðablik á Spáni

Alfreð Finnbogason æfði með Breiðablik á Spáni
433
Fyrir 17 klukkutímum

Mikilvægur leikur gegn Dönum á morgun

Mikilvægur leikur gegn Dönum á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vill nýjan samning og vera í spænsku höfuðnborginni til fertugs

Vill nýjan samning og vera í spænsku höfuðnborginni til fertugs
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Yfirgefur starf í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstefstu deild í Sádi-Arabíu

Yfirgefur starf í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstefstu deild í Sádi-Arabíu