Phillip John-William Cocu þjálfari PSV í Hollandi vonar að Albert Guðmundsson geti tryggt sér sæti í HM hópi Íslands.
Cocu gaf Alberti leyfi á að fara með íslenska landsliðinu til Indónesíu.
Þar leikur liðið tvo æfingarleiki við heimamenn en ekki er um að ræða alþjóðlega leikdaga.
Albert fékk því að sleppa æfingarferð PSV til Bandaríkjanna og fer með landsliðinu.
,,Þetta er ekki alþjóðlegur dagur en við eigum að gefa Alberti þetta tækifæri,“ sagði Cocu.
,,Það er ekkert stærra en HM fyrir leikmann, það á að gefa leikmanni öll þau tækifæri sem þarf til að koamst þangað. Þú vilt taka tækifærið og spila með landsliðinu.“
,,Þetta er frábært tækifæri fyrir Albert að sýna sig hjá A-landsliðinu, það yrði frábært ef hann yrði valinn á HM.“