Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid íhugar að kaupa nýjan markmann í janúarglugganum.
Liðinu hefur ekki gengið vel á þessari leiktíð og situr í fjórða sæti deildarinnar, 14 stigum á eftir toppliði Barcelona.
Stuðningsmenn félagsins hafa kallað eftir nýjum mannskap á Bernabeu og er Zidane sagður íhuga það alvarlega að fá markmann til þess að berjast við Keylor Navas um stöðuna.
„Ég er ekki að hugsa um aðra leikmenn, ég er að hugsa um mína leikmenn og Kepa er markmaður Athletic Bilbao,“ sagði Zidane á dögunum.
„Ég ræði allt sem snýr að félaginu við forsetann, meðal annars það að fá nýja leikmenn til liðsins.“
„Við höfum ekki keypt neitt ennþá en það getur ýmislegt gerst áður en glugginn lokar,“ sagði hann að lokum.