Arsenal tók á móti Chelsea í gærdag í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.
Það voru þeir Jack Wilshere og Hector Bellerin sem skoruðu mörk Arsenal í kvöld en Marcos Alonso og Eden Hazard skoruðu fyrir Chelsea.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal var afar pirraður í leikslok og lét m.a dómara leiksins heyra það í viðtali eftir leik.
Stjórinn vildi meina að það væri hugsanlegt samsæri í gangi gegn liðinu og að hann væri byrjaður að undirbúa sitt lið fyrir það í hverjum leik.
Enska knattspyrnusambandið tilkynnti það svo í dag að þeir ætluðu sér að skoða ummælin betur og gæti hann nú átt von á fjársekt og banni, ef hann verður fundinn sekur.