West Ham rannsakar nú hvað varð til þess að Jake Livermore miðjumaður West Brom ætlaði að ráðast á stuðningsmann West Ham í gær.
Þessi 28 ára miðjumaður var tekinn af velli í leiknum og sast á varamannabekknum. Hann varð hins vegar allt í einu brjálaður.
Hann ætlaði að hjóla í stuðningsmann West Ham en að lokum tókst að stoppa hann.
Ensk götublöð segja að West Ham hafi fundið út hvaða maður það var sem kallaði á Livermore. Hann hefur verið boðaður á fund félagsins.
Sögur er á kreiki um að maðurinn hafi gert grín að því að Livermore hafi misst barnið sitt.
Livermore og kærasta hans misstu barnið sitt eftir fæðingu árið 2013 og fór Livermore langt niður.
Hann byrjaði að nota kókaín og féll á lyfjaprófi sem varð til þess að hann var dæmdur í bann.
Mynd af atvikinu er hér að neðan.