fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
433

Stjóri Barcelona varð pirraður þegar að hann var spurður út í Coutinho

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ernesto Valverde, stjóri Barcelona var mættur á blaðamannafund í dag þar sem að hann ræddi leik Barcelona og Celta Vigo í spænska Konungsbikarnum.

Þar var hann spurður út í Philippe Coutinho, sóknarmann Liverpool en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið að undanförnu.

Valverde varð pirraður á umræðuefninu og hafði ekki mikinn áhuga á því að ræða hugsanleg kaup félagsins á Coutinho.

„Stundum mæti ég hingað á blaðamannafundi og frétti af hlutum sem eru stundum sannir og stundum ósannir,“ sagði stjórinn.

„Coutinho spilar fyrir annað félag og er frábær leikmaður fyrir það félag. Hvort hann spili fyrir Barcelona í framtíðinni get ég ekki svarað.“

„Ég er ánægður með þá leikmenn sem ég er með í mínu liði og ef það bætist einhver við þá reikna ég fastlega með því að það sé mjög góður leikmaður líka.“

„Ég hef ekkert að segja um Coutinho. Ég ber virðingu fyrir því að hann sé leikmaður hjá öðru félagi og mun ekki tjá mig meira um þetta mál,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrsti landsliðshópur Tuchel hjá Englandi vekur athygli – Rashford kemur inn og Lewis-Skelly fær traustið

Fyrsti landsliðshópur Tuchel hjá Englandi vekur athygli – Rashford kemur inn og Lewis-Skelly fær traustið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea kaupir Quenda frá Sporting – Gerir átta ára samning en kemur ekki fyrr en sumarið 2026

Chelsea kaupir Quenda frá Sporting – Gerir átta ára samning en kemur ekki fyrr en sumarið 2026
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bruno með þrennu þegar fyrirliði Íslands byrjaði á bekknum – Ensku liðin fóru áfram í kvöld

Bruno með þrennu þegar fyrirliði Íslands byrjaði á bekknum – Ensku liðin fóru áfram í kvöld
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rooney ráðleggur United að halda bara í þessa tvo leikmenn og losa sig við restina

Rooney ráðleggur United að halda bara í þessa tvo leikmenn og losa sig við restina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

FH staðfestir sölu á Sindra til Keflavíkur

FH staðfestir sölu á Sindra til Keflavíkur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Látbragð Vini Jr í gær vakti mikla athygli – Fór illa í marga

Látbragð Vini Jr í gær vakti mikla athygli – Fór illa í marga