fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433

Stjóri Barcelona varð pirraður þegar að hann var spurður út í Coutinho

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 18:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ernesto Valverde, stjóri Barcelona var mættur á blaðamannafund í dag þar sem að hann ræddi leik Barcelona og Celta Vigo í spænska Konungsbikarnum.

Þar var hann spurður út í Philippe Coutinho, sóknarmann Liverpool en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið að undanförnu.

Valverde varð pirraður á umræðuefninu og hafði ekki mikinn áhuga á því að ræða hugsanleg kaup félagsins á Coutinho.

„Stundum mæti ég hingað á blaðamannafundi og frétti af hlutum sem eru stundum sannir og stundum ósannir,“ sagði stjórinn.

„Coutinho spilar fyrir annað félag og er frábær leikmaður fyrir það félag. Hvort hann spili fyrir Barcelona í framtíðinni get ég ekki svarað.“

„Ég er ánægður með þá leikmenn sem ég er með í mínu liði og ef það bætist einhver við þá reikna ég fastlega með því að það sé mjög góður leikmaður líka.“

„Ég hef ekkert að segja um Coutinho. Ég ber virðingu fyrir því að hann sé leikmaður hjá öðru félagi og mun ekki tjá mig meira um þetta mál,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina