Völva DV heldur því fram að Heimir Hallgrímsson þjálfari karlalandsliðsins muni láta af störfum eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi.
Heimir hefur stýrt landsliðinu í mörg ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerback og síðan stýrðu hann og Lagerback liðinu saman á EM í Frakklandi.
Heimir tók síðan einn við liðinu og hefur unnið magnað starf, hann stýrði liðinu í fyrsta sinn á HM.
Ef Völva DV les rétt í leikinn þá mun Heimir láta af störfum eftir HM í Rússlandi.
,,Heimir Hallgrímsson, þjálfari karlalandsliðsins lætur gott heita eftir Heimsmeistaramótið,“ segir valva DV.
,,Hann mun hasla sér völl sem þjálfari erlendis, arftaki hans er erlendur þjálfari sem hefur getið af sér gott orð, svipað og Lars Lagerback.“