Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hefur opnað á nýjan leik.
Það má því búast við svakalegu fjöri næstu daga.
—————-
Philippe Coutinho trúir því að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool. (Times)
Arsene Wenger er klár í að selja Alexis Sanchez í janúar. (Independent)
Naby Keita klárar tímabilið með RB Leipzig en Liverpool hefði viljað fá hann núna. (Bild)
Leipzig vill ekki selja Timo Werner sem er á óskalista Real Madrid og Bayern. (AS)
Chelsea ætlar að reyna að kaupa Alex Sandro á 50 milljónir punda frá JUventus. (Mirror)
Fenerbache gæti reynt að fá Olivier Giroud í janúar. (Fanatik)
West Ham vill fá Joe Allen frá Stoke. (Sky)
Mörg ítölsk félög vilja fá Matteo Darmian bakvörð Manchester United. (MEN)
Everton mun reyna að ganga frá kaupum á Cenk Tosun í dag. (GUardian)
Southampton, Everton, Crystal Palace og West Ham vilja öll fá Nicolas Gaitan frá Atletico Madrid. (AS)