fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433

Antonio Conte: Morata var mjög óheppinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Jack Wilshere kom Arsenal yfir á 67. mínútu en Eden Hazard jafnaði metin fyrir gestina, fjórum mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.

Marcos Alonso kom Chelsea svo yfir á 84. mínútu áður en Hector Bellerin jafnaði metin fyrir heimamenn í uppbótartíma og lokatölur því 2-2.

Antonio Conte, stjóri Chelsea var mjög svekktur með að taka ekki öll þrjú stigin úr leiknum.

„Þetta er svekkjandi því við fengum ótrúlega mörg færi til þess að skora og áttum að vinna þennan leik. Í staðinn er ég hér að tala um jafntefli gegn góðu liði. Mér fannst við samt eiga skilið að vinna í kvöld,“ sagði Conte.

„Þegar að þú færð svona mörg dauðafæri þá áttu að vinna en við vinnum saman sem lið, töpum sem lið og gerum jafntefli sem lið. Morata fékk fín færi en hann var mjög óheppinn, stundum er það þannig og hann þarf að halda áfram að leggja hart að sér.“

„Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann fékk góð færi í kvöld en svona er þetta. Ég er ánægður með hans framlag, hann barðist allan leikinn og vann vel fyrir liðið,“ sagði stjórinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mjög óvænt tíðindi – Tel hafnaði Tottenham á föstudag en er nú á leið til London að skrifa undir

Mjög óvænt tíðindi – Tel hafnaði Tottenham á föstudag en er nú á leið til London að skrifa undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea losar tvo leikmenn í dag

Chelsea losar tvo leikmenn í dag
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nefnir tvo þjálfara sem var hundleiðinlegt að æfa undir

Nefnir tvo þjálfara sem var hundleiðinlegt að æfa undir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford er búinn í læknisskoðun

Rashford er búinn í læknisskoðun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“