fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
433

Antonio Conte: Morata var mjög óheppinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Jack Wilshere kom Arsenal yfir á 67. mínútu en Eden Hazard jafnaði metin fyrir gestina, fjórum mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu.

Marcos Alonso kom Chelsea svo yfir á 84. mínútu áður en Hector Bellerin jafnaði metin fyrir heimamenn í uppbótartíma og lokatölur því 2-2.

Antonio Conte, stjóri Chelsea var mjög svekktur með að taka ekki öll þrjú stigin úr leiknum.

„Þetta er svekkjandi því við fengum ótrúlega mörg færi til þess að skora og áttum að vinna þennan leik. Í staðinn er ég hér að tala um jafntefli gegn góðu liði. Mér fannst við samt eiga skilið að vinna í kvöld,“ sagði Conte.

„Þegar að þú færð svona mörg dauðafæri þá áttu að vinna en við vinnum saman sem lið, töpum sem lið og gerum jafntefli sem lið. Morata fékk fín færi en hann var mjög óheppinn, stundum er það þannig og hann þarf að halda áfram að leggja hart að sér.“

„Það er mikilvægt fyrir framherja að skora og hann fékk góð færi í kvöld en svona er þetta. Ég er ánægður með hans framlag, hann barðist allan leikinn og vann vel fyrir liðið,“ sagði stjórinn að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur

Mæta ekki til leiks ef þetta gerist aftur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki

Staðfesta nýja seríu af sjónvarpsþættinum vinsæla – Konurnar líklega í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“

Reiður út í stjörnuna eftir endurkomuna – ,,Hann þarf að bæta sig verulega“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum

Segir frá því hvernig bræðurnir geðþekku í Mosfellsbæ láta hvorn annan heyra það á æfingum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta

Mikil stemning á Ölveri fyrir úrslitaleikinn – Hvetur alla stuðningsmenn til að mæta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga

Segir val Arnars gefa sterkar vísbendingar um að þessi stóra breyting sé í vændum – Einn ókostur sem þarf að hafa í huga