fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
433

Segir að sóknarmaður Tottenham eigi að fá fleiri fyrirsagnir

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham segir að Song Heung-Min sé ekki að fá það hrós sem hann á skilið.

Harry Kane, framherji liðsins hefur verið afar duglegur að skora fyrir félagið í undanförum leikjum og hefur þar af leiðandi stolið fyrirsögnunum eftir leiki liðsins.

Stjórinn er hins vegar afar ánægður með Son sem hefur átt þátt í fjórum mörkum liðsins, og lagt upp önnur þrjú síðan í byrjun desember.

„Son er okkur gríðarlega mikilvægur. Hann skorar alltaf reglulega fyrir okkur og hefur sýnt mikinn stöðugleika á þessari leiktíð. Hann er mjög góður leikmaður,“ sagði stjórinn.

„Hann er ekki að fá fyrirsagnirnar þar sem að Harry hefur verið að fá þær en við vitum hvað hann gerir fyrir okkur. Hann er frábær náungi og mikill atvinnumaður.“

„Það er eins þegar að þú spilar með Messi eða Ronaldo, þá eru það þeir sem að fá fyrirsagnirnar en Son á svo sannarlega skilið að fá þær líka,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir sama miðjumanninum

Arsenal, Liverpool og United öll á eftir sama miðjumanninum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ben White klár í að mæta aftur í landsliðið nú þegar Southgate er á bak og burt

Ben White klár í að mæta aftur í landsliðið nú þegar Southgate er á bak og burt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrsti landsliðshópur Tuchel hjá Englandi vekur athygli – Rashford kemur inn og Lewis-Skelly fær traustið

Fyrsti landsliðshópur Tuchel hjá Englandi vekur athygli – Rashford kemur inn og Lewis-Skelly fær traustið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea kaupir Quenda frá Sporting – Gerir átta ára samning en kemur ekki fyrr en sumarið 2026

Chelsea kaupir Quenda frá Sporting – Gerir átta ára samning en kemur ekki fyrr en sumarið 2026
433Sport
Í gær

Bruno með þrennu þegar fyrirliði Íslands byrjaði á bekknum – Ensku liðin fóru áfram í kvöld

Bruno með þrennu þegar fyrirliði Íslands byrjaði á bekknum – Ensku liðin fóru áfram í kvöld
433Sport
Í gær

Rooney ráðleggur United að halda bara í þessa tvo leikmenn og losa sig við restina

Rooney ráðleggur United að halda bara í þessa tvo leikmenn og losa sig við restina