Enska blaðið, Independent fjallar um tíu mest spennandi leikmennina í enskum fótbolta í dag.
Um er að ræða leikmenn sem eru ekki byrjaðir að slá í gegn.
Á listanum er Jón Dagur Þorsteinsson leikmaður Fulham. Jón hefur gert það gott með varaliði Fulham í ár.
,,Sönnun þess að kraftaverk Íslands í að búa til leikmenn er ekkert að hætta, unglingurinn frá Reykjavík kom til Fulham árið 2015 og hefur heillað siðan þá,“ segir í umfjöllun Indepedent.
,,Sóknarsinnaður miðjumaður sem leggur upp og skorar, líklega mikilvægasti leikmaður í varaliði Fulham. Tækifæri í aðalliðini er á næsta leyti.“