Gabriel Jesus, framherji Manchester City verður frá í fjórar til sex vikur en þetta staðfesti Pep Guardiola í kvöld.
Jesus þurfti að yfirgefa völlinn eftir 20. mínútna leik gegn Crystal Palace um helgina en hann er með sködduð liðbönd.
Guardiola er ekki sáttur með leikjaálagið á Englandi þessa dagana og sagði m.a eftir sigur liðsins á Watford í kvöld að deildin væri að drepa leikmennina.
City er sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 62 stig og hefur nú 15 stiga forskot á Manchester United sem er í öðru sætinu.