Arsenal tekur á móti Chelsea í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun klukkan 19:45.
Arsenal verður að vinna til þess að halda í við toppliðin en liðið er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar með 38 stig, 6 stigum á eftir Liverpool.
Chelsea er í þriðja sætinu með 45 stig, 2 stigum á eftir Manchester United en getur skotist upp í annað sætið með sigri.
Fimm lykilmenn Arsenal eru að glíma við meiðsli þessa dagana en það er nú þegar ljóst að þeir Sead Kolasinac, Nacho Monreal og Olivier Giroud munu allir missa af leiknum.
Þá eru Mesut Ozil og Laurent Koscielny einnig tæpir fyrir leikinn mikilvæga og því ljóst að leikurinn gæti reynst Arsenal ansi erfiður.