fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433

Ekkert tilboð borist í Philippe Coutinho

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 16:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur ekki lagt fram tilboð í Philippe Coutinho, sóknarmann Liverpool en það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu í dag.

Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Barcelona, undanfarna mánuðu en félagið lagði fram þrjú tilboð í hann, síðasta sumar.

Liverpool hafnaði þeim öllum en spænskir fjölmiðlar hafa greint frá því, undanfarnar vikur að Barcelona ætli sér að bjóða 130 milljónir punda í Coutinho í janúarglugganum.

Samkvæmt nýjustu fréttum hefur ekkert tilboð borist í leikmanninn eins og áður sagði og Liverpool hefur lítinn sem engan áhuga á því að selja einn sinn besta leikmann á miðju tímabili.

Coutinho hefur verið frábær fyrir liðið á þessari leiktíð en hann missti af leik Liverpool og Burnley á dögunum vegna meiðsla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson