fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
433Sport

Rúrik slær í gegn á Instagram: Það elska hann allir – „Stelpur, ég fann hann“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. júní 2018 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Rúrik Gíslason sé að gera góða hluti innan vallar sem utan. Rúrik hefur átt góða leiki með íslenska landsliðinu að undanförnu svo eftir hefur verið tekið.

Ef marka má fylgjendur Rúriks á samfélagsmiðlinum Instagram er þessi öflugi knattspyrnumaður býsna vinsæll meðal kvenna. Áður en leikur Íslands og Argentínu hófst í gær var Rúrik með rúmlega 30 þúsund fylgjendur á Instagram.

Þegar þetta er skrifað, innan við sólarhring eftir að leik lauk, eru fylgjendur hans orðnir 254 þúsund!

Fylgjendafjöldi hans hefur því rúmlega sexfaldast eftir leikinn gegn Argentínu. Ef marka má athugasemdir við nýjustu myndir Rúriks má ætla að flestir þessara nýju fylgjenda séu frá löndum Suður-Ameríku. Og þemað í færslunum við myndirnar sem Rúrik birtir er að hann sé þó nokkuð myndarlegri en meðalmaðurinn.

Einn notandi „taggar“ nokkrar vinkonur sína í færslu og segir: „Stelpur, ég fann hann – það er ekki hægt að vera sætari“. Færslunni fylgir svo emoji-andlit þar sem tvö hjörtu eru í stað augna. Annar notandi segir svo við þessa sömu mynd: „Þetta árið heldur maður með Íslandi.“ Og eins og í fyrra skiptið er emoji-andlitið með hjörtun látið fylgja með. Þetta er aðeins brotabrot af þeim færslum sem finna má við myndir Rúriks.

Rúrik kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Argentínu í gær og stóð sig vel, eins og allt íslenska liðið. Þess má geta að aðrir leikmenn íslenska liðsins hafa bætt við sig fylgjendum á Instagram eftir leikinn í gær en enginn kemst þó með tærnar þar sem Rúrik Gíslason hefur hælana.

 

https://www.instagram.com/p/BirXraJgbt0/?taken-by=rurikgislason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð

Búinn að ákveða hvert hann fer ef hann fær ekki nógu gott samningstilboð
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“

Kom öllum á óvart þegar hann labbaði inn um dyrnar: Hafði lent í bílslysi stuttu áður – ,,Vorum búnir að útiloka hann“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er atvinnumaður en hefur ekki horft á einn einasta úrslitaleik – ,,Ég hef alltaf verið svona“

Er atvinnumaður en hefur ekki horft á einn einasta úrslitaleik – ,,Ég hef alltaf verið svona“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Virðist fá endalausa sénsa þrátt fyrir óboðlega framkomu: Kom ömurlega fram við eiginkonuna – Ætlar nú að flytja með honum erlendis

Virðist fá endalausa sénsa þrátt fyrir óboðlega framkomu: Kom ömurlega fram við eiginkonuna – Ætlar nú að flytja með honum erlendis
Sport
Í gær

Skyndilega er Ísland nánast úr leik eftir hörmulega frammistöðu

Skyndilega er Ísland nánast úr leik eftir hörmulega frammistöðu
433Sport
Í gær

Undrabarnið ferðast til Manchester en Arsenal reynir að stela honum

Undrabarnið ferðast til Manchester en Arsenal reynir að stela honum
433Sport
Í gær

Tekur við starfinu einn daginn en nú var ekki rétti tímapunkturinn

Tekur við starfinu einn daginn en nú var ekki rétti tímapunkturinn
433Sport
Í gær

Hafa Ronaldo og félagar betur í kapphlaupinu við stórliðið?

Hafa Ronaldo og félagar betur í kapphlaupinu við stórliðið?