fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Sport

Jóhann Hjartarson Norðurlandameistari í skák

Hlaut 7,5 vinninga í níu skákum – Tryggði sér þátttökurétt á Heimsbikarmótinu í skák

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 2. júlí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson vann það stórkostlega afrek rétt í þessu að tryggja sér Norðurlandameistaratitilinn í skák. Fyrir utan hinn eftirsótta titil tryggir Jóhann sér þar með eina sætið sem var í boði á Heimsbikarmótið í skák sem fram fer síðar á árinu. Árangur Jóhanns er glæsilegur þegar haft er í huga að helstu keppinautar hans eru atvinnumenn í skák en Jóhann lagði skákborðið á hilluna fyrir rúmum tveimur áratugum.

Þetta er í annað sinn sem Jóhann hreppir Norðurlandameistaratitilinn en síðasti sigur hans var fyrir 20 árum, árið 1997 þegar mótið fór fram hér á landi.

Þá varð Lenka Ptacnikova Norðurlandameistari kvenna í þriðja sinn. Sigur Lenku var afar öruggur og kærkominn.

Norðurlandamótið fór fram í Vaxjö í Svíþjóð og tryggði Jóhann sér sigurinn með öruggu jafntefli gegn sænska alþjóðlega meistaranum Jonathan Westerberg. Skákin var ekki beint spennandi en hinsvegar sáu tæknimálin um það. Á ögurstundu klikkaði beina útsendingin á vefsíðu mótsins og supu íslenskir skákáhugamenn kveljur yfir því að geta ekki fylgst með gangi mála. Loks staðfesti íslenskur skákstjóri mótsins, G. Sverrir Þór, að Jóhann hafði tryggt sér jafntefli.

Það þýddi að Jóhann hafði önglað saman 7,5 vinningum í 9 skákum. Helsti keppinautur Jóhanns, sænski stórmeistarinn Nils Grandelius, vann sína skák gegn danska alþjóðlegameistaranum Jesper Sondergaard Thybo, sem þýddi að hann hlaut einnig 7,5 vinninga. Til þess að skera úr um sigurvegara voru reiknuð stig milli stórmeistaranna. Aðferðin er þannig að lagðir voru saman vinningafjöldi andstæðinga Jóhanns og Grandelius.

Samkvæmt útreikningum blaðamanns hefur Íslendingurinn þar betur og verður því stórmeistarinn Jóhann Hjartarson útnefndur Norðurlandameistari á verðlaunaafhendinu síðar í dag.

Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartanssson tók einnig þátt í mótinu fyrir Íslands hönd en náði sér ekki á strik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham