fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Neytendur

Playstation 4 pro er 20% dýrari hér en í Færeyjum

ELKO segist hafa þurft að fá vélarnar með flugi vegna mikillar eftirspurnar – 10% tollur er lagður á leikjatölvur en það breytist um áramót

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. desember 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Playstation 4 pro, nýjasta leikjatölvan úr smiðju Playstation, er mun ódýrari í öllum nágrannalöndum Íslands – þar á meðal Færeyjum – en á Íslandi. Verðmunurinn á tölvunni í stærstu raftækjaverslun Íslands, ELKO, og í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum og Bretlandi er á bilinu 21-47%. Tíu prósent tollur er á leikjatölvur á Íslandi en þær eru flokkaðar sem leikföng en ekki tölvur. ELKO segir að það skýri hluta verðmunarins.

DV hefur fjallað ítarlega um verðlag á Íslandi að undanförnu en kaupmenn hafa borið fyrir sig að smæð markaðar og hár sendingakostnaður spili stærstan þátt í því að verðlag hér er mun óhagstæðara neytendum en verðlag í nágrannalöndunum. Þá er gengisbreytingar gjarnan nefndar en gengi krónunnar hefur styrkst mjög að undanförnu.

Hér sést verðið í nokkrum löndum, auk Amazon.
Playstation 4 pro (1TB) Hér sést verðið í nokkrum löndum, auk Amazon.

Smæð markaðarins

Margir kaupmenn hafa bent á að mikið óhagræði felist í því að kaupa inn fá eintök af vörum í senn. Smásalar kaupi minna magn á hærra verði en stóru keðjurnar í Evrópu og það skýri nokkurn hluta þess verðmunar sem blasir við neytendum.

Í Færeyjum búa 49 þúsund manns. Nærri lætur að Íslendingar séu sjö sinnum fleiri, að ótöldum viðskiptavinum sem koma hingað sem ferðamenn. Engu að síður er Playstation 4 pro (1TB) 21% dýrari í ELKO en í Expert, sem er raftækjaverslun í verslunarmiðstöðinni SMS í Þórshöfn í Færeyjum. Vandséð er að Færeyingar panti meira magn en Íslendingar og þá er heldur ósennilegt að miklu muni á flutningskostnaði til eyríkjanna tveggja.

Playstation 4 pro kom á markað í nóvember svo gengisbreytingar hafa sáralitlar orðið síðan vélarnar voru keyptar til landsins.

Ódýrari í Tölvutek

ELKO er oft með lægsta verðið á raftækjum á Íslandi. Í Tölvutek er vélin þó ódýrari. Þar kostar hún 66.990 en það er 16% hærra verð en í Expert í Færeyjum. Á Heimkaup kostar vélin það sama og í ELKO. Þó samanburðurinn við Færeyjar komi illa út fyrir íslenskar raftækjaverslanir blasir meiri verðmunur við í öllum þeim löndum sem DV hefur skoðað.

Hér sést verðmunurinn í prósentum.
Til samanburðar Hér sést verðmunurinn í prósentum.

Skýringar ELKO

DV hafði samband við ELKO og leitaði skýringa. Óttar Örn Sigurbergsson innkaupastjóri segir í svari til DV að ELKO kaupi Playstation af innlendum dreifingaraðila. Verðið sveiflist í takt við flutningsmáta sem og gengi. Hann hefur eftir dreifingaraðilanum að vegna þess að innflutningur vélanna þoldi ekki bið, og vegna þess að eftirspurnin reyndist meiri en gert var ráð fyrir, hafi þurft að flytja vélarnar til landsins með flugi. Það sé mun dýrari flutningsmáti en þegar skip eru notuð. Flugið kosti þrisvar til fjórum sinnum meira. „Gert er ráð fyrir öllum flutning inn í verð til okkar.“ Hann segist ekki vita hvernig Færeyingar flytji inn sína vöru.

Hann segir líka að Ísland sé eina landið þar sem Playstation tölvur séu tolllagðar. Þess má geta að tollurinn fellur niður eftir tvær vikur en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í þætti hjá Gísla Marteini á RÚV í gærkvöldi, að tuga prósenta verðmunur á Íslandi og í útlöndum væri óeðlilegur. Búið sé að afnema marga tolla og næstum öll vörugjöld. Skrefið verði stigið til fulls um áramótin – ef frá eru taldar nokkrar tegundir af matvöru.

Óttar segir við DV að Ísland sé örmarkaður. „Ennfremur er Ísland örmarkaður þar sem Playstation er allsráðandi og þykir mér ekki ótrúlegt að framleiðandi hafi augun annars staðar þegar þarf að styðja við markaði þar sem Xbox vélarnar eru í samkeppni.“

Hann segir ELKO vinna eftir strangri verðstefnu og að álagning á vélunum hafi verið í lágmarki. Hann segir að fyrirtækið fagni öllum verðkönnunum. „ELKO er iðulega að endursemja um verð og er Playstation þar engin undantekning. Við erum búnir að hafa samband við dreifingaraðila á Íslandi til að ræða nánar verðlagningu.“

Hann bendir loks á að vélin sé uppseld í augnablikinu en býst við því að sendingin sem berist í næstu viku verði á betra verði.

ELKO er langstærsta raftækjaverslun landsins. Fyrirtækið hefur viðskiptasamning við Elkjöp í Noregi en þar er tölvan mun ódýari en á Íslandi. Taka má fram að á Íslandi er (í tvær vikur í viðbót) 10% tollur lagður á leikjatölvur.
ELKO ELKO er langstærsta raftækjaverslun landsins. Fyrirtækið hefur viðskiptasamning við Elkjöp í Noregi en þar er tölvan mun ódýari en á Íslandi. Taka má fram að á Íslandi er (í tvær vikur í viðbót) 10% tollur lagður á leikjatölvur.

Mynd: © DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“