Lítill verðmunur á Íslandi og Noregi
Verðsamanburður DV á Bose heyrnartólum reyndist minni en á flestum öðrum vörum, þegar DV gerði úttekt í vikunni. Verðmunurinn reyndist 8,5 – 33,6%.
Sveinn Orri Tryggvason, sölustjóri hjá Nýherja, segir við DV að viðskipti við Bose lúti öðrum lögmálum en viðskipti við aðra aðila. Allar vörur þurfi að fyrirframgreiða og í því geti falist mikill fjármagnskostnaður. Við bætist flutningskostnaður og þetta tvennt skýri verðmun á milli landa. Þess má geta að Nýherji sér Elko fyrir vörunni en þar er útsöluverðið það sama. Sveinn segir að frá hruni hafi Bose haft þennan háttinn á gagnvart Íslendingum. Hann segir að vanmetið sé hversu hár fjármagns- og vaxtakostnaður sé á landinu. Krónan sé mörgum fyrirtækjum erfið.