fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Jóhannes Haukur leikur illmenni í nýjustu mynd Vin Diesel

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 30. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson hefur verið ráðinn í hlutverk þorpara í yfirnáttúrulegu ofurhetjumyndinni Bloodshot, en þar mun hann berjast við stórstjörnuna Vin Diesel.

Bloodshot er byggð á samnefndri teiknimyndasögu sem segir frá fyrrum hermanni, leikinn af Diesel, sem er gæddur yfirnáttúrulegum kröftum. Líklegt þykir að myndin einblíni á upphafssögu Bloodshot, þar sem hann leitar hefnda á þeim sem gerðu hann að því sem hann er. Samkvæmt fréttavefnum ScreenRant er ekki um dæmigerða ofurhetjumynd að ræða, heldur verður hún stíluð meira á fullorðna, í líkingu við Deadpool og Logan.

Það er Dave Wilson sem leikstýrir myndinni en hann hefur áður unnið mestmegnis við tæknibrellur og er þetta því hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Með önnur hlutverk í myndinni fara Toby Kebbell og Eiza González. Jóhannes mun fara með hlutverk persónunnar Nick Baris, sem er sagður vera annað illmenni myndarinnar ásamt Kebbell.

Þess má geta að Jóhannes mun einnig bregða fyrir á næsta ári í kvikmyndinni The Good Liar með Ian McKellen og Helen Mirren í aðalhlutverkum. Seinna á þessu ári má síðan búast við Jóhannesi í vestranum The Sisters Brothers en þar er leikarinn í kominn í hóp með fagmönnum á borð við Jake Gyllenhaal, John C. Reilly og Joaquin Phoenix.

Áætlað er að tökur á Bloodshot hefjist í júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill að RÚV geri samning við Vesturport

Vill að RÚV geri samning við Vesturport
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set

Framkvæmdastjórinn í Paradís flytur sig um set