fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Fókus

Kvikmyndin Undir Halastjörnu frumsýnd 12. október – Byggð á Líkfundarmálinu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. ágúst 2018 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir Halastjörnu verður frumsýnd 12.október en myndin er byggð á Líkfundarmálinu sem vakti gríðarlega athygli hér á landi árið 2004. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi er Ari Alexander Ergis Magnússon. Aðrir framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson og Kristinn Þórðarson og Leifur Dagfinsson hjá Truenorth. Í aðalhlutverkum eru Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lemarquis.

Hugmyndin að myndinni kviknaði út frá raunverulegum atburðum sem gerðust í Litháen og á Íslandi árið 2004. Þann 4. febrúar það ár fór kafari í höfnina á Neskaupstað til að kanna skemmdir á bryggjumannvirkum en fann í staðinn illa leikið lík sem hafði verið þyngt með keðjum og kastað í sjóinn.

Lögreglan hóf ýtarlega rannsókn og í ljós kom að líkið væri af 26 ára Litháa sem við köllum Mihkel í myndinni. Böndin bárust fljótt að smákrimmanum Bóbó sem var nýkominn til bæjarins frá Reykjavík og tveimur öðrum sem komið höfðu að heimsækja hann. Annar þeirra var Jóhann en hinn Igor, vinur Mihkels frá Litháen sem hafði búið nokkur ár á Íslandi og unnið fyrir Jóhann. Í myndinni er Litháen skipt út fyrir Eistland til að hlífa fólki sem tengist sögunni.

Leikstjóri: Ari Alexander Ergis Magnússon
Handritshöfundur: Ari Alexander Ergis Magnússon
Meðframleiðendur: Evelin Soosaar-Penttilä, Egil Ødegård Riina Sildos, Jörundur Rafn Arnarson og Jóhann G. Jóhannsson
Aðalhlutverk: Pääru Oja, Kaspar Velberg, Atli Rafn Sigurðsson og Tómas Lemarquis

Vefsíða True North.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar

VÆB bræðurnir voru í efsta sæti almennings og alþjóðlegrar dómnefndar
Fókus
Í gær

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með

Opinberað hver konan er sem Dave Grohl átti lausaleiksbarnið með
Fókus
Í gær

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“

„Ég vissi hvað það þýddi þegar hann opnaði svaladyrnar, þá ætlaði hann að hóta því að fara fram af“
Fókus
Í gær

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“

Táknmálstúlkur RÚV sló í gegn á Söngvakeppninni – „Fæ alltaf jafn mikla gæsahúð!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“

Var hundeltur af gengi í Garðabæ – „Það komu tvö fjórhjól, krossari og BMW á eftir mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande

Andrew Tate fær á baukinn vegna ógeðslegra ummæla um Ariönu Grande