fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Meistarar dauðans safna fyrir Lög þyngdaraflsins

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meistarar dauðans er þriggja manna unglingahljómsveit úr Reykjavík. Þeir hafa spilað saman síðan í æsku og fyrsta hljóðversplata þeirra hlaut útnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem Rokkplata ársins 2015. Önnur plata þeirra, Lög þyngdaraflsins, kemur út 2018, en hljómsveitin safnar nú fyrir henni á Karolina Fund.

Sveitina skipa Ásþór Loki Rúnarsson, Þórarinn Þeyr Rúnarsson og Albert Elías Arason, eru þeir allir virkir í lagasmíðunum, en Ásþór Loki semur textana. Sveitin er ósmeyk við allskyns tilraunastarfsemi í lagasmíðum og stefnum. Flest laganna eru þungarokkslög eða í þyngri kantinum, en aðrar stefnur og straumar blandast saman við og er sveitin spennt að sjá hvernig fólki líkar. Upptökustjóri plötunnar er Einar Vilberg í Hljóðverki.

Meistarar dauðans og Einar Vilberg

Lög þyngdarafslins er 10 laga plata og er platan tilbúin og fer í framleiðslu um leið og söfnuninni lýkur þann 9. Ágúst næstkomandi. En eins og hefðbundið er á Karolina Fund er hún „allt eða ekkert“, sem þýðir að söfnunarféð skilar sér öll til Meistara dauðans ef lágmarksupphæðin næst, annars ekkert. Lágmarksupphæð er 2.400 kr. gg þannig fæst niðurhal af plötunni. Hámarksupphæð er 84.000 kr. og fyrir þá upphæð fær greiðandi klukkustundar einkatónleika og getur valið þungarokk eða djass.

Umslagið prýðir Isaac Newton, einn hinna upprunalegu meistara dauðans.

Átta frumsamin lög og tvær ábreiður

Lögin eru öll samin eftir að fyrsta platan kom út og nýjustu lögin voru kláruð rétt fyrir upptökur. Opinberunarmókið var það fyrsta sem hljómsveitin kláraði og flutti og segja má að það hafi lagt línurnar fyrir metnaðinn við gerð Lög þyngdaraflsins bæði í textagerð, uppbyggingu og spilamennsku.

Ásþór hefur ævinlega unnið textana á blaði og skráð í bók áður en þeir skila sér á stafrænt form. Á því varð engin breyting á Lög þyngdaraflsins.

Meistarar dauðans flytja Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá með Jónasi Sigurðssyni og ritvélum framtíðarinnar, en sú hljómsveit er í miklum metum hjá Meisturum dauðans. Þungur og grípandi takturinn og stefið greip strákana strax og þeir spila það jafnan á tónleikum við mikinn fögnuð.
Það stóð ekki á Jónasi að veita vilyrði sitt fyrir að þeir fengju að gefa lagið út á plötu, jafnvel þótt það hafi ekki enn komið á plötu með Ritvélunum. Meistarar dauðans útsettu það og þyngdu nokkuð, bættu við Hammond og fengu meðal annars Jónas sjálfan sem sérstakan gest í raddir.

Hin ábreiðan er Reddarinn sem er áður óútgefið lag eftir föður þeirra Ásþórs og Þórarins. Meistarar dauðans brettu upp ermarnar og útsettu það ítarlega, en eina demóið sem var áður til af því var söngur yfir kassagítar. Þeir nutu dyggrar aðstoðar bræðranna Freys og Kára Hlynssona og saxófónleikarans Svavars Ágústssonar í stúdíóinu, en þeir eru með annan fótinn í Meisturum dauðans og koma oft fram með þeim á tónleikum.

Íslensku Tónlistarverðlaunin 2015

Árið 2015 söfnuðu Meistarar dauðans fyrir fyrstu plötu sinni á Karolinafund með góðum árangri. Þá náðu þeir áfangatakmarki #2 sem var 136% af lágmarksupphæðinni. Kom platan út í nóvember sama ár og hlaut tilnefningu til Hinna íslensku tónlistarverðlauna sem Rokkplata ársins. Útgáfutónleikum plötunnar var slegið saman við Rokkjötna 2015 þar sem þeir hituðu upp fyrir Mastodon. Þar fengu þeir í lið með sér góða gesti á sviðinu þar á meðal Birki Blæ á gítar sem nú í vor vann Söngvakeppni Framhaldsskólanna og Magna Ásgeirsson. Rokkjötnum fylgdi svo Eistnaflug 2015, tónleikaröð á Austurlandi og fjöldi tónleika í Reykjavík síðan þá.

Meistarar dauðans héldu tónleika á Dillon síðastliðið föstudagskvöld. Myndirnar tók Hjalti Árna.

Facebooksíða Meistarar dauðans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin

Ætlaði að endurnýja ökuskírteinið og komst að því að hún væri látin
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“

Spurður út í komu Rooney: ,,Nei, nei nei!“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni

Réðst á lögreglumann hjá bráðamóttökunni
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“