fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Ólafur Darri flæktur í morðgátu með Adam Sandler og Jennifer Aniston

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 29. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Darri Ólafsson hefur verið ráðinn til að leika í glænýrri gamanmynd frá Netflix með stórstjörnunum Adam Sandler og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum. Myndin ber heitið Murder Mystery og segir frá lögreglumanni og kærustu hans sem fara í langþráð frí til Evrópu. Þegar þangað er komið flækjast þau í kostulega og heldur óvenjulega morðgátu þar sem bæði liggja undir grun.

Um er að ræða sjöttu kvikmyndina sem grínarinn Adam Sandler vinnur að í samstarfi við streymiveituna en þau Aniston léku áður saman í myndinni Just Go with It frá árinu 2011.

Fréttir herma að tökur á Murder Mystery hafi byrjað í vikunni í Montreal og fara góðkunnir leikarar á borð við David Walliams, Terence Stamp, Gemma Arterton og Luke Evans með önnur hlutverk ásamt Ólafi. DV náði stuttu tali af Ólafi og sagðist hann ekki geta nákvæmlega sagt til um stærð hlutverksins. „Ég leik í myndinni en svo er bara að bíða og sjá hvort maður verði klipptur út eða ekki,“ segir hann.

Handritshöfundur myndarinnar, James Vanderbilt, á að baki kvikmyndir á borð við Zodiac og The Amazing Spider-Man og situr leikstjórinn Kyle Newacheck við stjórnvölinn, en hann er annar höfundur Workaholics-þáttanna vinsælu.

Úr gríni í hrylling

Ólafur Darri hefur verið duglegur að skjóta upp kollinum í erlendum verkefnum síðastliðin ár og unnið með fagfólki eins og Steven Spielberg, Matthew McConaughey, Ben Stiller, Jason Statham og Vin Diesel. Næst er Ólafur væntanlegur í hákarlamyndinni The Meg sem sýnd verður í ágúst og bregður honum einnig fyrir í gamanmyndinni The Spy Who Dumped Me með Milu Kunis og Kate McKinnon, en hún er frumsýnd í sama mánuði.

Þess má einnig geta að Ólafur hefur nýlega verið ráðinn í stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröð með hrollvekjuívafi sem nefnist NOS4A2. Það er sjónvarpsstöðin AMC sem sér um framleiðslu á seríunni og er hún byggð á samnefndri bók eftir Joe Hill, sem er oft betur þekktur sem sonur rithöfundarins Stephen King. Ólafur fer með hlutverk hins áhrifagjarna Bing Partridge, efnaverkfræðings með dularfulla fortíð.

Reiknað er með því að bæði Murder Mystery og NOS4A2 hljóti útgáfu á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“