fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fókus

Svanurinn: Gríma á framtíðina fyrir sér

Dómur um kvikmyndina Svaninn í leikstjórn Ásu Hjörleifsdóttur

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. janúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Svanurinn var sýnd á hátíðarsýningu í Háskólabíói miðvikudaginn 3. janúar. Söguna skrifaði rithöfundurinn Guðbergur Bergsson og er þetta fyrsta kvikmyndin sem gerð er eftir verki hans. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1991. Svanurinn er einnig fyrsta mynd leikstjórans Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í fullri lengd en hún nam kvikmyndagerð við Columbia-háskóla í New York.

Send í sveit

Sagan segir af níu ára gamalli stúlku frá Grindavík, leikinni af Grímu Valsdóttur, sem er send í sveit norður í land til frænku sinnar og manns hennar sem eru bændur á litlu mjólkurbýli. Athygli vekur að stúlkan og aðrar persónur eru sjaldnast nefndar á nafn. Stúlkunni finnst sveitalífið framandi og gamaldags og henni líður illa þar til að byrja með. En bændahjónin, sem leikin eru af Ingvari E. Sigurðssyni og Kötlu Maríu Þorgeirsdóttur, eru góðhjörtuð og smám saman byrjar stúlkan að aðlagast.

Á bænum þarf stúlkan að vinna og kynnast harðneskjulegum gangi lífsins í sveitinni. Líf og dauði hefur þar aðra merkingu en á mölinni. En hún kynnist líka tveimur persónum sem eru töluvert líflegri en bændahjónin. Annars vegar vinnumanni sem reynir að vera rithöfundur og dóttur bændahjónanna sem kemur ólétt heim frá námi í Þýskalandi, leikin af Þorvaldi Davíð Kristjánssyni og Þuríði Blæ Jóhannsdóttur. Strax skynjar maður spennuna milli þeirra tveggja og stúlkan reynir að blanda sér í það því hún er skotin í vinnumanninum.

Gríma frábær

Sumir myndu segja að Svanurinn væri „artí“ mynd, með náttúruskotum og tónlist sem virðist handahófskennd er er sjálfsagt þrungin merkingu. Svanurinn sjálfur, eða álftin, birtist stúlkunni uppi á fjalli við lítið vatn og verða áhorfendur að túlka það á sinn hátt.

Svanurinn er að mestu leyti kvikmynduð í hinum íðilfagra Svarfaðardal í Eyjafirði sem er mikill kostur fyrir mynd sem leggur svo mikið upp úr myndmálinu. Annar kostur er leikur myndarinnar, þá sérstaklega hjá hinni nú þrettán ára Grímu. Það er mjög fágætt að sjá barn leika svo vel og hún á augljóslega framtíðina fyrir sér. Hinir reyndu leikarar sem túlka bændahjónin gera það líka með stakri prýði. Persónur þeirra eru bældar og meðvirkar.

Yngra fólkið er töluvert flóknari persónur og vandamálið er að þeirra fortíð er ekki útskýrð nægilega vel. Hvorki í upphafi né í lokin. Það getur verið gott fyrir áhorfandann að þurfa að geta í eyður kvikmyndar en í þetta skipti er erfitt að ná tengslum við þessar persónur og skilja ákvarðanir þeirra. Fleiri hálfkveðnar vísur eru í myndinni, til dæmis hvers vegna stúlkan var send í sveit. Í bókinni var það fyrir búðarþjófnað en hún var skrifuð á annarri öld. Börn eru almennt ekki send í sveit í dag, hvað þá í refsingarskyni.

Niðurstaða

Svanurinn er ekkert léttmeti. Þetta er nokkuð hægfara dramamynd sem reynir á áhorfandann. Erfitt er að staðsetja hana í tíma og kannski skiptir það ekki máli, frekar en nöfn persónanna. Til að byrja með virðist sagan ekki mjög frumleg, það er að persóna er sett í ókunnar aðstæður sem henni líst ekki á en sættist síðan við. En síðan tvinnast óvæntir og óútskýrðir atburðir inn í. Hafa ber í huga að myndin er frumraun leikstjórans Ásu og fleiri nýgræðinga sem unnu að gerð myndarinnar og tæknilega er hún tilkomumikil. Við eigum eftir að sjá meira af Ásu, Grímu og félögum.
Þrjár og hálf stjarna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristín og Árni nýtt stjörnupar

Kristín og Árni nýtt stjörnupar
Fókus
Í gær

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun

Unnur birti tvær myndir – Önnur tekin fyrir ári síðan og sýnir ótrúlegan mun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Þessar bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur

Ómar leitar að leigjanda yfir jólahátíðina fyrir 600 þúsund krónur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu

Búllukóngur selur 330 milljóna króna höll á Arnarnesinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger

Hafa miklar áhyggjur af heilsu Schwarzenegger