fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Eldfimt og einlægt

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 18. maí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Loftsdóttir.

Leikhús þurfa að hafa rými fyrir tilraunir og áhættu og bjóða upp á að minnsta kosti eina óhefðbundna sýningu á ári. Einhvern veginn er tilfinningin sú að listrænir stjórnendur leikhúsanna treysti helst miðaldra listamönnum, svona 40–55 ára gömlum, til þessa verks. Og tilfinningin er líka sú að oftast sé karlkyninu falið það vald að hrista upp í áhorfendum með nýjum, hráum og ögrandi hætti.

Það er auðvitað ekkert að miðaldra listamönnum og körlunum okkar gengur bara ágætlega að koma sínu erindi á framfæri, hvort sem er í fjölmiðlum, pólitík eða sem leikstjórnendur sviðsverka og kvikmynda. En þær eiga ekki síður erindi, Reykjavíkurdæturnar, sem fengið hafa verðskuldað tækifæri til þess að láta í sér heyra á litla sviði Borgarleikhússins nú í lok leikársins. Það vaknar hins vegar ósjálfrátt upp sú óþægilega spurning hvort sambærileg sýning ímyndaðra Reykjavíkursona hefði ekki fyrirhafnarlaust fengið stóra sviðið samtímis heimildarþáttaröð á RÚV og veglegu „sponsi“ frá digru fasteignafélagi.

Kalla mig tíkina …

Sýningin hefst á hinu kraftmikla og frábæra lagi, Kalla Mig Hvað? Það voru vonbrigði að finna ekki söngtextana í leikskránni, sem var óþægilega smá í sniðum, aðeins A5 einblöðungur. Hvað ræður því að Borgarleikhúsið splæsir í 52 síðna leikskrá í stóru broti fyrir barnasýningu en lætur þennan litla einblöðung duga fyrir Reykjavíkurdætur?

Hápunktur sýningarinnar er tvímælalaust spjallþáttaratriðið, sem er snilldarleg, fyndin og áhrifarík leið til að koma sjónarmiðum femínista á framfæri. Mér þótti reyndar óþægilegt þegar þjóðþekktum einstaklingum voru eignaðar ræður sem ég veit ekki hvort þeir hafi raunverulega nokkurn tímann sagt. Við erum samt vön að sjá eitthvað þessu líkt, til dæmis í áramótaskaupinu, þar sem farið er frjálslega með staðreyndir sem þó eru aldrei í neinni órafjarlægð frá sannleikanum. Þetta atriði var einhvern veginn svo óþægilega illkvittið, satt og afhjúpandi og um leið óborganlega fyndið.

Aðrir leikþættir og uppákomur fylgdu á eftir í bland við söngatriði. Einlæg örstutt frásagnarbrot voru mörg hver afar sterk en svo komu önnur tilgangslausari atriði sem gjarnan hefði mátt sleppa eins og til dæmis gjafaleikir og pítsusending.

Búningarnir spegluðu bæði húmor hópsins og sjálfstæði. Stelpurnar klæddust allar fölbleikum hettupeysum og víðum joggingbuxum í stað hins ríkjandi svarta klæðnaðar sem áberandi er á meðal stjarna rappheimsins. Þessi óhefðbundni einkennisklæðnaður kætti mig eiginlega alla sýninguna.

Hæfileikar og breyskleiki

Reykjavíkurdætur eru frjórri, hæfileikaríkari og fyndnari en femínistar minnar kynslóðar. Kraftur þeirra minnir frekar á þær konur sem stóðu að stofnun Kvennalistans og brölluðu allan fjandann á sínum tíma, en okkur sem á eftir fylgdu og lögðum það helst af mörkum að draga femínismann inn í fræðasamfélagið þar sem hann einangraðist við háskólamenntaðar konur í starfi hjá opinberum stofnunum.

Reykjavíkurdætur eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir ungar stúlkur í dag, jafnt með breyskleika sínum sem hæfileikum og sigrum. Og mikið er skiljanlegt að þær mótmæli þessari endalausa baráttu til þess eins að fá sömu sæti og strákarnir. Tímanum sem eytt er í þann slag verður ekki varið til annars á meðan og hann er ekkert launaður.

RVKDTR á tvímælalaust erindi á svið Borgarleikhússins þótt ljóst megi vera að ekki verði allir hrifnir. En það er í góðu lagi, hér er enginn að reyna að þóknast öllum. Erindið er sjóðheitt og sprengikraftur hópsins kærkomin tilbreyting frá hversdagslegri sýningum leikhússins.

Mynd: Jorri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“

Staðfestir að hann hafi rætt við vandræðagemsa vikunnar – ,,Þeir þurfa að skilja reglurnar“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins