fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Matur

Svala býr til borgara og fer í samkeppni við pabba: „Ég sagði bara strax já”

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 08:00

Svala er ástríðufull og semur frá hjartanu. Mynd: Saga Sig

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum enn þá að hugsa um nafnið en það er líklegt að hann muni heita Svalan eða Svölu burger,“ segir söngkonan ástsæla Svala Björgvinsdóttir. Frá og með fimmtudeginum 10. janúar verður hamborgari með nafni Svölu á matseðli Hamborgarafabrikkunnar. Svala tók þessu verkefni fagnandi, enda vöntun á borgara á matseðlinum úr smiðju íslenskrar konu.

„Sko, Jói á Fabrikkunni hringdi í mig og bað mig um að koma í borgarasamstarf með þeim. Mér fannst það frábært að slá til og vera með. Það eru bara strákar með borgara á matseðlinum og mér fannst frábært að nú væri loksins kona með sinn eigin borgara þarna. Mér finnst maturinn á Fabrikkunni mjög góður og ég elska hamborgara og dýrka franskar þannig að það passaði vel við mig að vera með minn eigin hamborgara,“ segir Svala. „Ég sagði bara strax já.”

Mynd: Saga Sig
Nóg að gera hjá Svölu. Mynd: Saga Sig.

Með ofnæmi fyrir sveppum

Hamborgari Svölu er stútfullur af alls kyns gúmmulaði, en hún segir kjötið vera aðalatriðið.

„Fyrir það fyrsta þá er kjötið einstaklega magnað. Þetta er Ribeye steik sem er hökkuð niður. Einn besti bitinn af nautinu. Svo er hann stærri en hinir, 150 gramma. Eyþór kokkur vildi passa að kjötið fengi að njóta sín, þannig að hann er ekki ofhlaðinn af áleggi. En þarna er Chimichurri mæjó, sultaður rauðlaukur, klettasalat og kremaðir estragonsveppir,“ segir Svala, en valið á sveppunum kemur svo á óvart. „Þetta er smá fyndið af því að ég er með ofnæmi fyrir sveppum. En mér finnst sveppir rosalega góðir, ég get bara ekki borðað þá sjálf. Ég panta hamborgarann bara án sveppa og hann er samt geðveikt góður án sveppa líka.“

Kjötið bráðnar uppí manni

Mynd: Saga Sig
Svala elskar hamborgara og dýrkar frönskur. Mynd: Saga Sig

Söngkonan knáa smakkaði fyrsta Svölu borgarann í síðustu viku og er í skýjunum með afrakstur þróunarvinnunnar.

„Mér fannst hann svakalega góður og samsetningin af álegginu og mæjó sósunni er bara himneskt bragð. Og ég fíla að hafa klettasalat því það gerir hann aðeins léttari. Ég elska klettasalat og borða það stundum bara eins og snakk,“ segir hún og hlær.

Svala segir að það sé lítið mál að gera borgarann vegan þar sem hægt sé að skipta kjötinu út fyrir Oumph. Hún mælir samt ekkert sérstaklega með því.

„Ég myndi frekar mæla með því að vegan fólk prófi hina borgarana á seðlinum. Það eru nokkrir þar sem eru 100% vegan og alveg hrikalega góðir. Ég elska vegan mat og borða rosalega mikið af vegan. En mér finnst rosa gott að borða „old school“ hamborgara með nautakjöti,“ segir hún og bætir við að sérstaða síns borgara sé einmitt kjötið.

„Klárlega. Það er grínlaust svo gott kjöt að það bráðnar uppí manni. Enda er þetta unnið við í samstarfi við Kjötkompaníið sem er besta kjötbúð landsins, og náttúrulega í Hafnarfirði,“ segir hún og brosir, en flestir ættu að vita að Svala er uppalin í þeim hluta höfuðborgarsvæðisins.

Nú er komið að Krumma

Faðir Svölu, stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson, er einnig með hamborgara á matseðli Hamborgarafabrikkuna og hefur hann verið gríðarlega vinsæll síðustu ár. Svala gefur þó lítið fyrir að einhver togstreita verði í fjölskyldunni vegna hamborgaranna og vonar að Krummi bróðir sinn fái einnig sitt sæti á matseðlinum í framtíðinni.

„Vonandi verður Krummi bróðir með vegan borgara því hann er vegan og hann og konan hans Linnea eru með Veganæs og gera geðveikan vegan mat.“

Mynd: Saga Sig
Svala mælir hiklaust með borgara á In and Out í Los Angeles. Mynd: Saga Sig

Besti borgarinn í Los Angeles

En hvaðan sótti Svala innblástur í borgaragerðina?

„Ég hef verið búsett í Los Angeles í níu ár og flutti heim seinasta sumar. Ég borðaði mikið á allskonar „designer“ hamborgarastöðum í Los Angeles þar sem allskonar hamborgarar voru bornir fram með allskonar „fusion“ matargerð í gangi. Mig langaði að gera þannig hamborgara, sem væri ekki alveg típískur og væri með smá heimsborgarafíling,“ segir hún, en besta borgara sem Svala hefur smakkað er einmitt að finna í Los Angeles.

Mynd: Saga Sig
Svala kann ekki að elda en er góð í bakstri. Mynd: Saga Sig

„Það er bara klassískur borgari á In and Out í Los Angeles. Það er hamborgarakeðja í Kaliforníu og allir sem fara til Kaliforníu verða að fara á In and Out og fá sér borgara því það eru bestu borgarar í heiminum, enda ein vinsælasta hamborgarakeðjan í Bandaríkjunum.“

Kann ekkert að elda

En er Svala nú komin á bragðið, ef svo má segja, og hyggur á frekari landvinninga í matarbransanum?

„Já, aldrei að vita, en ég kann ekkert að elda,“ segir hún og hlær. „Ég er alls ekki klár í því en ég er svaka klár að baka og elska kökur og alls konar eftirrétti. Ég væri alveg til í að gera Svölu möffins og allskonar Svölu smákökur og sæta litla eftirrétti.“

Í ómatartengdum fréttum er nóg að gera hjá Svölu þannig að hugsanlega verður ekki mikill tími í matarþróun á næstunni.

„Ég er að fara gefa út nýtt lag og nýtt myndband eftir tvær vikur sem heitir Skin 2 Skin í samvinnu við Bjarka Ómars tónlistarmann. Svo er auðvitað fullt af meiri nýrri músík að koma út. Svo er ég að syngja út um allt á alls konar viðburðum. Síðan eru nokkur svakalega spennandi tónlistarverkefni á þessu ári sem ég get ekki sagt frá strax. Það er allavega nóg að gera og margt spennandi framundan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb