Stórverslunin Costco hentar þeim sem vilja gera magninnkaup vel. Hins vegar er hvimleitt að finna eitthvað sem heillar og finna það svo ekki í næstu Costco-ferð.
Á vefsíðu Reader‘s Digest er sagt frá því hvernig hægt er að koma í veg fyrir þetta. Á vefsíðunni er farið yfir að verslunin geti boðið ódýrar vörur því aðeins sé takmarkað magn til af þeim. Því kaupir verslunin ekki meira af því sem er ekki vinsælt og tekur inn aðra vöru í staðinn. Þá getur verslunin einnig hætt að taka inn vörur vegna þess að birgjar hækka verðin.
Hægt er að sjá hvort Costco hafi í hyggju að panta tiltekna vöru inn aftur með því að líta á verðmiðann. Ef að það er stjörnumerki í hægra horni ofarlega á verðmiðanum þýðir það að Costco mun ekki panta vöruna inn aftur.
Þannig að ef þú sérð stjörnumerkið á vöru sem þú fílar þá ættir þú að hafa hraðar hendur og kaupa eins mikið af henni og þú getur.