fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Margrét Erla bakar smákökur í massavís: Með mikilvæg skilaboð til fólks

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 26. nóvember 2018 15:00

Margrét Erla Maack í stuði með fjölskyldunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höldum áfram að fá þekkta Íslendinga til að deila með okkur matartengdum minningum af jólum og nú réttum við Brulesque-drottningunni Margréti Erlu Maack keflið.

„Á æskuheimili mínu er alltaf bökuð tólf- til átjánföld uppskrift að jólasmákökum. Pínulitla eldhúsið breytist í ákveðna jólasveinaverksmiðju. Þegar mest er höfum við verið tólf, minnir mig. Kallað er í frændsystkin og vini og svo vinnur fólk sig upp í stöðum. Konunglega staðan er pabbi – sem er hrærarinn. Ég, systir mín og eldra fólkið setjum deig á plötur og þau yngstu sjá um að það lofti vel um þær þegar þær koma úr ofninum og raða þeim svo í box,“ segir Margrét Erla, en það er ekki að ástæðulausu sem stórfjölskyldan bakar svona mikið.

Sjá einnig: Veður skafla og heiðar fyrir sérstakan mat: „Maður grennist ekkert þann dag“

„Upphaflega ástæðan fyrir þessu magni var að við bíttuðum við aðra sem bökuðu – en í seinni tíð eftir því sem ættingjar eldast erum við líka að gefa þeim sem ekki hafa tök á að baka sjálfir vegna aldurs. Þeir sem taka þátt í bakstrinum fá svo að sjálfsögðu sinn skammt líka.“

Ná deiginu áður en hveitið fer út í

Burlesque-drottningin er með mikilvæg skilaboð til fólks sem er í þann mund að demba sér í smákökubakstur.

„Það er mikilvægt ef fólk vill borða deig að ná því áður en hveitið fer ofan í, dýfa puttanum í og dippa honum svo í súkkulaðibita og hnetur. Annars verður fólk alveg agalegt í maganum daginn eftir. Sama rifrildið á sér stað með hverja plötu, á hverju ári – pabbi vill baka þær meira en við systurnar.“

En hvernig kökur ætli séu bakaðar?

„Kökurnar eru amerískar súkkulaðibitakökur og pabbi segir að galdurinn sé að hafa súkkulaði- og hnetubitana nógu stóra – og að það megi alls ekki hræra deigið of vel eftir að þurrefnin eru komin út í.“

Það vantar ekki gleðina hér.

Mamma má ekki vera með

Móðir Margrétar Erlu fær þó ekki að taka þátt í bakstrinum af góðri og gildri ástæðu.

„Fjölskyldan byrjar jólaundirbúninginn snemma, því að margir í fjölskyldunni eru skemmtikraftar sem eru gríðarlega uppteknir um jólin, svo og að í gamla daga rak kvenleggurinn barnafataverslun í Bankastræti sem hét Bangsi. Svo mömmu sáum við ekki frá um miðjum nóvember. Það var því skreytt snemma til að njóta lengur og eiga kósístund með mömmsu. Þótt búðin sé hætt þá er stór hluti hefðarinnar að mamma fær ekki að vera með í jólabakstrinum, og það er eingöngu samkvæmt hefð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum