fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FókusKynning

Stáltech sérsmíðar réttu vöruna sem þig vantar

Kynning

Fagmenn í vél- og rennismíði

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 13. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stáltech ehf. var stofnað árið 1999 og er alhliða vélaþjónusta. Aðalstarfsemi fyrirtækisins er þjónusta við matvælaiðnaðinn svo sem við fiskvinnslur og kjötvinnslur. Starfsmenn fyrirtækisins eru um sjö talsins og eru menntaðir í vélsmíði og rennismíði. “Við erum engir risar á markaðnum, en viðskiptavinir okkar fá alltaf fyrsta flokks þjónustu,” segir Páll Ingi Kristjónsson, einn eigandi Stáltech. Stáltech sér um alla almenna vélsmíði svo sem smíði á færiböndum, körum, nýsmíði véla og sérsmíði varahluta í ýmsar gerðir véla.

Þjónusta matvælaiðnaðinn.
Þjónusta matvælaiðnaðinn.

Stáltech er einnig í innflutningi

Stáltech er allajafna mest í vélsmíði en er nú umboðsaðili fyrir fiskvinnsluvélar frá Pisces Fish Machinery fyrir silung, lax, síld og makríl. Helsta nýjungin frá Pisces Fish Machinery er Pisces FR 9000 MK IV Laxaflökunarvél. Um er að ræða nýja kynslóð af flökunarvélum fyrir lax og silung með stórbættri nýtingu.

Stáltech er einnig umboðsaðili fyrir NOWICKI kötvinnsluvélar og kassaþvottavélar sem góð reynsla er af. Einnig sér Stáltech um innflutning á varahlutum í ýmsar gerðir véla og tækja, þar á meðal VMK, Bush vacumdælur, Automac pökkunarvélar og ýmsar kjötvinnsluvélar. Að auki sérhæfir Stáltech sig í viðgerðum og viðhaldi á Baader vélum. Þess má geta að Stáltech kaupir og selur einnig notaðar vélar ásamt því að taka í umboðssölu.

Stáltech ehf. er staðsett að Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík.
Opnunartími er 8:00-17:00 alla virka daga.
E-mail: staltech@staltech.is
Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Stál-tech.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum