fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
FókusKynning

Veislur af öllum stærðum og gerðum

Kynning

Veislulist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 17. september 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við sinnum nánast öllu. Núna eru jólahlaðborðin framundan og árshátíðirnar eru líka fyrirferðarmiklar í október og nóvember. En reyndar erum við líka á fullu að undirbúa þorrablótin sem fara í gang snemma á næsta ári. Erfidrykkjur eru síðan í gangi allan ársins hring eins og gefur að skilja en þeim höfum við sinnt mjög lengi og við erum með margar útfærslur af veitingum fyrir erfidrykkjur.“

Þetta segir Ómar Már Birgisson hjá Veislulist en fyrirtækið er í eigu þriggja bræðra sem eru auk Ómars, Sigurpáll Örn Birgisson og Birgir Arnar Birgisson. Veislulist veitir mjög fjölhæfa veisluþjónustu og sinnir veislum af öllum stærðum og nánast öllum gerðum.

Meðal þess sem Veislulist býður upp á er fjölbreyttur pinnamatur, tapas, smurbrauð, kökuhlaðborð og steikarhlaðborð. Fyrirtækið veitir bæði mjög sérhæfða veitingaþjónustu fyrir þá sem það kjósa en býður einnig upp á staðlaða og vel tilgreinda kosti sem margir nýta sér óbreytta.
„Veislur eru margvíslegar og það fer eftir eðli veislunnar hversu sérsniðinni þjónustu fólk þarf á að halda. Sumar eru þannig að það er bara hringt inn og pantað eftir því hvað er á vefsíðunni en aðrar veislur kalla á að við setjumst niður með viðskiptavininum og sérhönnum þetta,“ segir Ómar. Eitt af því sem þarf að huga að og getur verið vandasamt er að áætla einfaldlega hvað þarf mikinn mat. Um það segir Ómar:

„Varðandi pinnamatinn þá áætlum við hve stór veislan er svo fólk átti sig á hve langt veitingarnar duga. Það er fúlt að bjóða til veislu og svo klárast maturinn. En svo eru aðrar veislur þess eðlis að þær þurfa minna magn af veitingum, til dæmis þegar fólk er að bjóða til veislu eftir kvöldmatartíma og gestir borða þá minna en vilja gjarnan hafa eitthvað til að grípa til og síðan væta kverkarnar.

Mynd: OZZO Photographywww.ozzo.isTEL(+354)6151515

Aðrar veislur er hins vegar þeirrar gerðar að það er verið að bjóða fólki í fulla máltíð. Þetta þarf allt að vega og meta fyrirfram og við gætum þess að viðskiptavinirnir panti hæfilegt magn af veitingum.“

Þeir bræður sýna mikinn sveigjanleika varðandi það ef veislur eru pantaðar með mjög litlum fyrirvara og reyna alltaf að uppfylla óskir fólks. Þeir mæla samt með því að fólk hafi samband með góðum fyrirvara en algengast er að veislur séu pantaðar með nokkurra daga fyrirvara.

„Fólk ætlar oft að sjá um veitingarnar sjálft en brennur síðan inni á tíma vegna anna og áttar sig á því að það mun ekki ráða við þetta tímanlega. Þá hefur það samband við okkur og við reynum alltaf að bjarga málunum,“ segir Sigurpáll. Hann bætir hins vegar við að oft geri fólk hluta af veitingunum sjálft en Veislulist komi með það sem upp á vantar og jafnan gengur sú samvinna með ágætum:

„Þá förum við gjarnan yfir það hvað fólk ætlar að vera með svo við getum leiðbeint því með hvað hentar og hvað hvað hentar ekki, hvað fer vel saman og svo framvegis.“

Veislulist býður upp á útleigu á veislusal sem tekur 60 til 150 manns í sæti. En auk þess fer fyrirtækið með veitingar í veislusali og heimahús úti um allt höfuðborgarsvæðið.

Fyrirtækjaþjónusta

Einn hluti af starfsemi Veislulistar er fyrirtækjaþjónusta. Í boði eru sjö gerðir af heimilismat sem fyrirtæki kaupa inn sem hádegismat fyrir starfsfólk sitt. Enn fremur býður Veislulist fyrirtækjum upp á veitingaþjónustu við ýmis skynditilefni, eins og opnanir og önnur samkvæmi.

Ítarlegar upplýsingar á heimasíðu

Það er óhætt að mæla með því fyrir alla sem þurfa að halda veislu að skoða vefsíðu Veislulistar, veislulist.is, en þar eru afskaplega ítarlegar og aðgengilegar upplýsingar um þjónustuna. Meðal annars eru sundurliðaðar upplýsingar um verð og því er í raun hægt að reikna út nákvæmlega kostnað við veitingar miðað við áætlaðan fjölda veislugesta.

Einnig er hægt að fá allar upplýsingar í síma 555-1810 og það er jafnframt símanúmerið sem hringt er í til að panta veisluþjónustu hjá fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt