fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Retor Fræðsla: Innflytjendur eiga að læra íslensku

Kynning

Lykilatriði í aðlögun að samfélaginu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. janúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Retor Fræðsla var stofnuð árið 2008 og hefur sérhæft sig í íslenskukennslu fyrir innflytjendur auk þess að bjóða innflytjendum ýmsa fræðslu á móðurmáli þeirra um land og þjóð. Tungumálakunnátta er lykilatriði í aðlögun innflytjenda að nýju samfélagi og má fullyrða að félagið veiti nýjum Íslendingum þjónustu sem er bæði þeim og samfélaginu mjög mikilvæg.

Retor Fræðsla lítur svo á að með skipulagðri, skilvirkri og markvissri íslenskukennslu sé stuðlað að því að innflytjendur geti verið virkir þátttakendur í vel upplýstu fjölmenningarsamfélagi. Telur félagið gríðarlega mikilvægt að fjárfesta í þeim mannauð sem fólginn er í þessum fjölbreytta hópi.

Undanfarin ár hefur Retor Fræðsla unnið að þróun sérhæfðs námsefnis fyrir Vinnumálastofnun sem ætlað er innflytjendum í atvinnuleit. Helstu úrræði sem þróuð hafa verið fyrir innflutta atvinnuleitendur eru: Atvinnuleit, Námstækni, Sjálfstyrking, Samfélagsfræðsla, Þjónustulund og Fyrirtækjarekstur ásamt íslenskukennslu á stigum 1–6.

Innflytjendur sem tileinka sér lágmarks íslenskukunnáttu vegnar betur

Skólastjóri og annar eigenda Retor Fræðslu er Aneta M. Matuszewska, en hún flutti til Íslands frá Póllandi árið 2001. Hún þekkir af eigin raun hvernig er að vera innflytjandi á Íslandi en hún tók strax þá ákvörðun að læra íslensku. Þremur árum síðar var hún byrjuð að kenna Pólverjum íslensku. Árið 2008 stofnaði hún síðan Retor Fræðslu.

Aneta segir að Ísland bjóði upp á fjölbreytt tækifæri fyrir duglegt og eljusamt fólk, sérstaklega fyrir þá sem ná góðum tökum á íslenskri tungu. Innflytjendum, sem tileinka sér lágmarks íslenskukunnáttu, vegnar betur í samfélaginu og aðlögun að íslensku samfélagi gengur betur.

„Innflytjendur eiga að læra íslensku,“ segir Aneta en þjónusta Retor takmarkast þó ekki við íslenskukennslu:

„Við erum ekki einungis með tungumálakennslu heldur lætur Retor sig einnig varða íslenska menningu og siði. Retor hefur verið að þjónusta mjög fjölbreyttan hóp af fólki og við erum mjög ánægð með útkomuna. Nýjustu námskeiðin okkar eru íslenska á stigi 6 sem er undirbúningsnám fyrir fólk sem hyggst sækja um íslenskan ríkisborgararétt og svo erum við að undirbúa hagnýtt pólskunám fyrir Íslendinga vegna mikillar eftirspurnar.“

Of margir mállausir enduðu á bótakerfinu

Aneta telur að innflytjendum eigi eftir að fjölga mjög mikið hingað til lands á næstunni samfara þenslu á vinnumarkaði hér. Henni finnst mikilvægt að við drögum lærdóm af innflytjendaskotinu á árunum 2000–2008 hvað varðar íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur. Þegar kreppan skall á enduðu of margir mállausir á bótakerfinu.

Vinnumálastofnun vann kraftaverk varðandi hversu mörgum heilbrigðum einstaklingum hún skilaði frá sér út á vinnumarkað að nýju. Retor tók þátt í því mikilvæga starfi og þróaði íslenskukennslu í bland við virkniúrræði fyrir Vinnumálastofnun.

Nánari upplýsingar um Retor Fræðslu má finna á www.retor.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi