fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
FréttirLeiðari

Flokkur bræðravíga

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 23. febrúar 2016 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálaflokkur sem ítrekað ratar í fréttir vegna bræðravíga og átaka getur ekki verið á réttri leið og er ekki líklegur til að laða að sér fylgi. Þetta ætti þingmönnum Samfylkingar að vera ljóst, en ólíkt öðrum landsmönnum er eins og þeir sjái þetta ekki. Í þingflokknum er hver höndin upp á móti annarri og engu er líkara en þar séu menn í keppni um það hverjum takist best að spila sóló. Eitt af því fáa sem þessir þingmenn geta komið sér saman um er að best sé að losna við formanninn. Þar er stóll sem ýmsir gætu hugsað sér að setjast í.

Samfylkingin var stofnuð til að verða fjöldahreyfing en hefur rýrnað með hverju misserinu. Almenningi virðist standa nokkuð á sama um flokkinn og þeir sem áður voru líklegir kjósendur hafa farið annað. Samfylkingin hefur glatað erindinu. Ein af ástæðunum er sú að mál sem flokkurinn lagði alla áherslu á, aðild að Evrópusambandinu, er ekki lengur fýsilegur kostur. Samfylkingin var aldrei með plan B og þegar aðalbaráttumálið var ekki lengur raunhæft þá missti forystan móðinn. Óvinsældir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur eru síðan draugur sem fylgt hefur Samfylkingunni og henni hefur ekki tekist að kveða hann niður. Fyrrverandi liðsmenn brugðu á það ráð að leggja á flótta og stofnuðu flokk, Bjarta framtíð, sem í byrjun fékk nokkurt fylgi þótt enginn sæi mun á þeim flokki og Samfylkingunni, nema þann að vist í Bjartri framtíð átti víst að vera mun skemmtilegri en dvöl í hinni stofnanalegu Samfylkingu. Nú er svo komið að Björt framtíð er líkt og Samfylkingin nánast fylgislaus flokkur.

Mannfórn virðist vera eina lausnin sem þingflokkur Samfylkingarinnar ætlar að bjóða kjósendum upp á. Slíka fórn reyndi Björt framtíð með engum árangri. Það er fjarska ólíklegt að betur takist til hjá Samfylkingunni. Þingmönnum væri kannski nær að líta í eigin barm, þeir hafa setið lengi á þingi og þreytu- og úrillskumerki eru á þeim. Það er eins og þeir hafi ekkert lengur að segja. Samfylkingin þarf nýja og öfluga stefnu og sannfærandi talsmenn sem koma erindi flokksins til skila þannig að eftir sé tekið. Fólk þarf að finna að Samfylkingin vilji breyta samfélaginu til hins betra og muni auka jöfnuð komist hún til valda.

Innan Samfylkingar geta menn vonað að þegar nær dragi kosningum muni fylgi Pírata dala og hluti af því leita í samfylkingarfarveginn. En af hverju ættu kjósendur að styðja flokk sem alræmdur er fyrir innanflokksátök? Ef þingmenn stjórnmálaflokks stunda reglulega grimmileg bræðravíg er þeim þá treystandi til að koma sér saman um málefni sem varða almannahag? Og er slíku fólki treystandi til að stjórna landinu af ábyrgð og festu? Þetta er spurning sem kjósendur munu svara. Niðurstaðan gæti orðið ansi óþægileg fyrir Samfylkinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir
Fréttir
Í gær

Hvað eiga Danir að gera við yfirgangi Trumps? – „Grænland er orðið mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Bandaríkjanna“

Hvað eiga Danir að gera við yfirgangi Trumps? – „Grænland er orðið mikilvægt fyrir öryggishagsmuni Bandaríkjanna“
Fréttir
Í gær

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með

Áslaug Arna selur framboðsvarning – Hjartastuðtæki og Heimlich-leiðbeiningar fylgja ekki með
Fréttir
Í gær

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“
Fréttir
Í gær

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“

Hleypti óvart af hólknum í miðju hlaðvarpsviðtali – „Hver skaut hvern?“