fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Leiðari

Svona var gamla Ísland. Menn lömdu eiginkonur sínar og stundum börnin

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 14. maí 2018 16:00

Kristinn H. Guðnason Fréttastjóri hjá DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég sé íslenskt myndefni frá sjöunda, áttunda og jafnvel níunda áratug síðustu aldar tek ég ávallt eftir einhverri áru sem svífur yfir öllu. Þetta er ekki vegna ófullkominnar upptökutækni þess tíma. Það eru svipirnir á fólkinu, hvað það segir og hvað það segir ekki, sem valda þessu. Ég get nefnt sem dæmi hina frábæru heimildarmynd Reyni sterka sem inniheldur mikið af myndefni frá þessum tíma. Þar sér maður beinlínis möru alkóhólisma, heimilisofbeldis, kynferðisofbeldis, skorts og kúgunar liggja yfir öllu þjóðfélaginu.

Í einlægu viðtali DV við Gunnar Smára Egilsson, fyrrverandi ritstjóra á dögunum, lýsir hann hvernig það var að alast upp við alkóhólisma og fátækt. Hvernig einstæð móðir hans með fjögur börn á sínu framfæri tók allt á hnefann og afþakkaði hjálp af einskæru stolti. Það mátti ekki tala um þetta frekar en önnur áföll fólks í lífinu.

Það sem fékk hins vegar mest á mig var að heyra hvernig fullorðið fólk brást við þegar hinn átta ára gamli Gunnar Smári reyndi að drösla áfengisdauðum föður sínum út úr bíósal og upp í leigubíl. Þá sá hann fyrirlitninguna skína úr augum þeirra sem hann biðlaði til um hjálp. Enginn sýndi barni í miklum vanda minnstu hlýju eða vinarþel.

Svona var gamla Ísland. Menn lömdu eiginkonur sínar og stundum börnin, drukku frá sér allt vit og peninga, samkynhneigðir hírðust í skápum sínum í þunglyndi og skömm, lesblind börn voru sett í tossabekki og börn með athyglisbrest á uppeldisheimili úti á landi þar sem einhverjir öfuguggar fengu að níðast á þeim. Og enginn sagði neitt.

Ef konu var nauðgað, sagði hún ekki neitt. Ef ungur maður glímdi við þunglyndi, sagði hann ekki neitt. Ef foreldrar misstu börnin sín í hræðilegu slysi, sögðu þau ekki neitt. Þetta var þjóðfélag sem var algerlega vanhæft til að takast á við þau vandamál sem fólk var að glíma við, og það var nóg af þeim. Hin alltumlykjandi þrúgandi þögn og dómharka kæfði allt.

Í dag eru til öfl sem vilja hverfa aftur til þessa tíma. Sem emja og óa í hvert skipti sem einhver lýsir reynslu sinni. Í hvert skipti sem minnihluta- eða undirmálshópur nær einhverjum gagnlegum áfanga í baráttu sinni. Í hvert skipti sem gömlum kerfum er breytt til að mæta þörfum allra. Í hvert skipti sem brotnar örlítið úr gamla Íslandi. Þessi viðhorf heyrast í almennri umræðu, í athugasemdakerfum, í útvarpi og meira að segja í stjórnmálunum.

En ég spyr þá: Myndi þetta fólk vilja stíga skrefið til fulls aftur inn í þennan tíma? Ekki ég. Ég er sáttur við að búa í „kerlingavæddum heimi“ þar sem börn fá rétta lyfjagjöf við vandamálum sínum, þar sem syrgjandi fólk fær áfallahjálp og þar sem hommar geta farið áhyggjulausir í sleik úti á götu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi

Nýir ráðherrar hafa tekið við embættum – Myndir frá ríkisráðsfundi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Átti í engum erfiðleikum með að hafna Liverpool í sumar

Átti í engum erfiðleikum með að hafna Liverpool í sumar
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar

Byrjunarlið Tottenham og Liverpool – Gakpo byrjar