Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Þegar hækkun í undirflokkum er skoðuð sést að verð á áfengi og tóbaki hækkaði um 180 prósent hér á landi á tímabilinu. Verð á húsnæði, vatni, rafmagni, gasi og eldsneyti hækkaði um 199 prósent hér á landi sem er næst mesta hækkunin meðal aðildarríkja ESB og á Íslandi. Verð á matvælum hækkaði um 91 prósent og skilar Íslandi í fjórða sæti. Þá hækkaði verð á fatnaði og skóm um 35 prósent á tímabilinu.