fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Fréttir

Hafþór Júlíus hyggst lögsækja konur vegna ærumeiðinga

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 09:20

Hafþór Júlíus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, hefur falið lögmanni sínum að lögsækja tvær konur fari þær ekki að kröfu hans um að fjarlægja ummæli sín um Hafþór.

Fréttablaðið greinir frá í gær.

Í niðurlagi bréfs til ungrar konu segir: „Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist að þér fjarlægði án  tafar framangreind ummæli.“ Samkvæmt bréfi lögmannsins sagði konan í athugasemdum á samfélagsmiðlum að Hafþór Júlíus væri níðingur (abuser) og segir að hann hafi að ósekju mátt þola mikla umfjöllun af þessu tagi.

Viðtal við barnsmóður Hafþórs var birt í Fréttablaðinu 24. júní 2017, þar greindi kona frá því að hún hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu Hafþórs Júlíusar, ekki var leitað viðbragða Hafþórs við vinnslu þess.

„Þá eru engin gögn til sem styðja þær fullyrðingar og ásakanir sem þar koma fram. Á sínum tíma tók umbjóðandi minn þá ákvörðun að aðhafast ekki vegna viðtalsins og þeirra ummæla sem hann mátti þola í kjölfarið. Umbjóðandi minn mun hins vegar ekki lengur sitja undir þessum ásökunum,“ segir í bréfi lögmannsins. „Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist að þér fjarlægið án tafar framangreind ummæli og öll önnur ummæli sem þér kunnið að hafa viðhaft um umbjóðanda minn. Þá er þess enn fremur krafist að þér látið af framangreindri háttsemi.Að öðrum kosti gæti komið til málshöfðunar og skaðabótakröfu. Viðbragða er krafist innan sjö daga.“

Í samtali við Fréttablaðið segir konan að hún sé búin að eyða ummælunum. Bréfið sé hins vegar síst til þess fallið að auka álit sitt á Hafþóri. Hún segist vera að undirbúa að leita sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins. Henni sé kunnugt um að önnur kona hafi fengið álíka bréf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Konate til Frakklands?
Fréttir
Í gær

Candice Aþena ranglega sökuð um áreitni við börn – Misþyrmingar og ítrekuð rúðubrot

Candice Aþena ranglega sökuð um áreitni við börn – Misþyrmingar og ítrekuð rúðubrot
Fréttir
Í gær

Ungur maður sem tapaði í Fortnite framdi ólýsanlegt grimmdarverk

Ungur maður sem tapaði í Fortnite framdi ólýsanlegt grimmdarverk
Fréttir
Í gær

Gamli formaðurinn ánægður með Einar – „Hann er flestum stjórnmálamönnum fremri“

Gamli formaðurinn ánægður með Einar – „Hann er flestum stjórnmálamönnum fremri“
Fréttir
Í gær

Sigrún segir að kennarar tali um hræðslu – Kallar eftir að áhersla verði lögð á þetta

Sigrún segir að kennarar tali um hræðslu – Kallar eftir að áhersla verði lögð á þetta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaðurinn Beggi litli, sem gerði garðinn frægan sem strokufangi um aldamótin, fær enn einn dóminn

Síbrotamaðurinn Beggi litli, sem gerði garðinn frægan sem strokufangi um aldamótin, fær enn einn dóminn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það eru því ekki nema einhverjar vikur eftir af fjölmiðlum Sýnar sem almennum miðlum“

„Það eru því ekki nema einhverjar vikur eftir af fjölmiðlum Sýnar sem almennum miðlum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lesendur DV vilja Sönnu sem borgarstjóra – Katrín Jakobsdóttir ofarlega á blaði

Lesendur DV vilja Sönnu sem borgarstjóra – Katrín Jakobsdóttir ofarlega á blaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyrún lenti í óskilvirkum frumskógi heilbrigðiskerfisins – „Allir þessir læknar spurðu mig nákvæmlega sömu spurninga“

Eyrún lenti í óskilvirkum frumskógi heilbrigðiskerfisins – „Allir þessir læknar spurðu mig nákvæmlega sömu spurninga“