fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Sauð upp úr á Kalda bar: Framkvæmdastjóri réðst á starfsmann – Sigurður var handtekinn á staðnum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 15. febrúar 2019 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinagangur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð til þess að meint hegningarlagabrot framkvæmdastjóra hjá Vegagerðinni fyrntist. Framkvæmdastjórinn, Sigurður Áss Grétarsson, var ákærður fyrir líkamsárás á dyravörð á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Þegar taka átti málið fyrir í héraðsdómi kom í ljós að hið meinta brot var fyrnt og því var málinu vísað frá. Skömmu síðar var tilkynnt um að Sigurður Áss væri kominn í leyfi frá Vegagerðinni vegna samskiptavanda. Sigurður Áss hefur starfað sem framkvæmdastjóri siglingasviðs hjá Vegagerðinni. Hann hefur meðal annars látið mikið að sér kveða í málefnum Landeyjahafnar og smíði nýs Herjólfs sem þjóna mun Vestmanneyingum um ókomna framtíð.

Fór fram á um 800 þúsund krónur í bætur

Hin meinta árás framkvæmdastjórans átti sér stað laugardaginn 27. ágúst 2016 fyrir utan Kalda bar við Laugaveg 20b. Samkvæmt ákæru á Sigurður Áss að hafa slegið dyravörð staðarins hnefahöggi í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut tvö sár og marbletti á innanverðri efri vör, sár á innanverðri neðri vör og bólgu í efri og neðri vör. Þá kvarnaðist upp úr framtönn auk þess sem dyravörðurinn fann fyrir eymslum við tennur í efri gómi. Hið meinta brot var talið hafa varðað 217. grein almennra hegningarlaga og er skilgreint sem væg líkamsárás. Auk refsingar fór dyravörðurinn fram á að Sigurði Áss yrði gert að greiða honum 789.100 krónur með vöxtum í miska- og skaðabætur.

Ljósmynd: DV/Hanna

Handtekinn á vettvangi

Samkvæmt heimildum DV var framkvæmdastjórinn handtekinn á vettvangi og voru vitni að árásinni. Því hefði mátt gera ráð fyrir að rannsókn málsins væri ekki umfangsmikil og hefði átt greiða leið í réttarkerfinu. Sú reyndist ekki raunin. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gaf út ákæru í málinu þann 20. desember 2018 og tæpum mánuði síðar, þann 16. janúar 2019, var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá voru meira en tvö ár liðin frá því að hin meinta árás átti sér stað og því var málið fyrnt.

Vegagerðin tjáir sig ekki

Þann 8. febrúar birti Vísir frétt um að að Sigurður Áss væri komin í leyfi frá störfum sínum hjá Vegagerðinni. Í fréttinni kom fram að málið tengdist samskiptavanda innan stofnunarinnar sem hefði verið til skoðunar, meðal annars með liðsinni utanaðkomandi sérfræðinga.

Þá kom fram að ekki væri fyrirhugað að Sigurður Áss yrði lengi frá störfum. DV hafði samband við G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, og spurði hann hvort ákæran á hendur framkvæmdastjóranum tengdist leyfi hans frá störfum. G. Pétur kvaðst ekki geta tjáð sig um það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir