fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Fréttir

Grænmetisætur skotnar á færi og slátrað í skets bónda – „Kannski full langt gengið!“ – Sjáðu myndbandið

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 8. janúar 2019 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem Þórarinn Svavarsson, bóndi í Borgarnesi, deildi í gær Facebook hefur vakið talsverða athygli. Þar má sjá bónda skjóta mótmælendur úr röðum grænmetisæta og svo undirbúa að slátra einum þeirra. Myndbandið er að sjálfsögðu grín og hefur vakið kátínu margra, þar á meðal kjötæta. Grínið þykir þó nokkuð gróft og til marks um það segir ein kjötæta innan hóp þeirra á Facebook: „Kannski full langt gengið!“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en í byrjun má sjá nokkrar grænmetisætur mótmæla fyrir utan hús bónda. „Dýr eru líka menn, látið dýrin í friði,“ hrópa þau. Bóndi birtist í dyrunum vopnaður, miðar og kallar: „Hvaða djöfulgangur er þetta!“ Síðan hleypir hann af.

Þórarinn segir í samtali við DV að myndbandið sé frá þorrablóti frá því í fyrra. Hann segist ekki hafa enn fengið neikvæð viðbrögð frá grænmetisætum. „Nei, ekki sem ég hef séð.  En ég hef svo sem ekki fylgst með því. Ég er ekki inn á Vegan Íslands,“ segir Þórarinn og hlær. Aðspurður segist hann þó alls ekki vera í nöp við grænmetisætur.

„Mér finnst það bara ljómandi gott að þetta fólk geri það sem það vill. Ég hef enga sérstaka skoðun á því.“

https://www.facebook.com/1689450263/videos/1646266851756

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“

Sálfræðingur varar við hugtakinu kynbundið ofbeldi – „Umræða um karl­kyns þolend­ur og kven­kyns gerend­ur er lít­il“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan

Meirihlutinn telur fréttaflutning gagnvart Ásthildi Lóu hafa verið ósanngjarnan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa

Facebook-síða Egils logar eftir skrif hans um sjálfsafgreiðslukassa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“

Starfs­fólki sárnaði um­fjöllunin: „Ekki í höndum heil­brigðis­stofnana að út­vega ein­stak­lingum gistingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu

Viðbúnaður í Vesturbæ – Leita að einstaklingi meðfram Ægissíðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“

Sparnaðarráðum rignir inn til Reykjavíkurborgar – „Mjög illa farið með opinbert fé að hluti þess fari í að greiða fjármagnseigendum arð“