fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Sindri strokufangi dæmdur í 4 og hálfs árs fangelsi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Þór Stefánsson var í dag dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Bitcoin-málinu svokallaða. Málið snýst um tölvur sem var stolið úr þremur gagnaverum í desember 2017 og janúar 2018, en tölvurnar eiga að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Tölvurnar hafa aldrei fundist.

Sjö voru ákærðir í málinu, þar var Sindri sagður höfuðpaur. Matthías Jón Karlsson var dæmdur tveggja og hálfs árs fangelsi. Hafþór Logi Hlynsson hlaut tuttugu mánaða dóm. Pétur Stanislav Karlsson og Viktor Ingi Jónasson hlutu átján mánaða fangelsisdóm. Ívar Gylfason var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi og Kjartan Sveinarsson í sex mánaða fangelsi. Advania voru dæmdar 33 milljónir króna í miskabætur.

Sindri varð frægur hér á landi eftir að hann strauk úr gæsluvarðhaldi og flaug með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra til Svíþjóðar síðasta vor. Sindri var síðar handtekinn í Amsterdam.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“