fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Reifst við Sólveigu: Starfsmenn sváfu á hættulegum stað – Svört skýrsla um hótelstjórann í Ármúla

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 25. febrúar 2019 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hádeginu kom til snarpra orðaskipta á milli milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda City Park Hotel í Ármúla í Reykjavík, en Sólveig fullyrðir að Árni hafi bannað starfsfólki að kjósa um boðun verkfalls. Vísir birtir myndband af þessu sem vakið hefur athygli.

Árni Valur á að baki nokkuð svarta sögu hvað varðar aðstæður starfsfólks, í það minnsta samkvæmt frétt mbl.is sem birtist í október. Þar kemur fram að hann hafi ekki sótt um byggingarleyfi vegna framkvæmda við stækkun hótelsins í Ármúla og að vinnustaðurinn hafi beinlínis verið hættulegur starfsmönnum.

Í fyrrnefndri frétt var vitnað í skýrslu Vinnueftirlitsins og sagt að ástand rafmagnsmála á verkstað væri mjög hættulegt. „Rafmagnssnúrur séu hangandi niður úr loftum og ótryggir rafmagnskaplar milli hæða og í rafmagnstöflu. Þá séu óvarin op í gólfi, fallvarnir ekki til staðar og starfsmenn hvorki í öryggisskóm né með hjálma við vinnu. Í skýrslunni kemur einnig fram að byggingarleyfi sé ekki til staðar og að merki séu um að starfsmenn sofi og hafist við á vinnustaðnum,“ segir í frétt mbl.is

Í frétt Vísis um atvikið fyrr í dag kemur fram að Árni Valur hafi sett sig á móti því að starfsmenn hans greiddu atkvæði klukkan 12, því þá væru þeir ekki í fríi. Sólveig kom að hótelinu þá, ásamt öðrum úr verkalýðsfélaginu, til að bjóða starfsmönnum að greiða atkvæði í sérstökum bíl. „Eigandinn tók á móti okkur og sendi okkur skýr skilaboð um að við værum ekki velkomin,“ sagði Sólveig Anna.

https://www.facebook.com/efling.is/videos/2317768428493065

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?

Hvar búa oddvitar flokkanna í þínu kjördæmi?
Fréttir
Í gær

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar

Andstaða Sjálfstæðisflokksins við að tryggja orkuöryggi var ástæðan fyrir framboði Höllu Hrundar
Fréttir
Í gær

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur

Tveir unglingar réðust á erlenda ferðamenn á Skólavörðustíg – Annar stuttur en hinn feitur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember