Samkvæmt nýrri könnun eru umhverfisþættir einn af ráðandi þáttum í því að ungt fólk hefur annað hvort alveg hætt neyslu mjólkurvara eða minnkað hana.
Rúmlega 25 prósent fólks á aldrinum 18-24 ára í Bretlandi hefur annað hvort hætt að neyta mjólkurvara eða minnkað neyslu þeirra síðastliðin tvö ár.
ComRes framkvæmdi könnunina fyrir hönd BBC. Samkvæmt niðurstöðum er fólk ólíklegra til að prófa jurtamjólk því eldra sem það er. Um 12 prósent fólks á aldrinum 25-34 ára hafa minnkað neyslu sína og um tíu prósent fólks á aldrinum 45-54 ára.
Í viðtali BBC segist Bekki Ramsay, 23 ára, telja ástæðuna fyrir því að ungt fólk sé að segja skilið við mjólkurvörur vera vegna heilsufars eða umhverfisþátta.
„Mér finnst eins og mín kynslóð sé mikið opnari fyrir því að prófa. Ég veit að kaupa öðruvísi mjólk er betri fyrir heiminn, en ég geri það frekar vegna heilsunnar,“ segir Bekki.