fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Viðar segir mannréttindi jeppakarla brotin: „Það er verið að kvelja okkur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 12:36

Viðar Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Guðjohnsen, frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hringdi fyrr í dag í Bítið á Bylgjunni. Honum var mikið niðri fyrir og sagði hann illa farið með jeppakarla í Reykjavík. Viðar er fyrir löngu orðinn frægur fyrir skoðanir sínar en hann hefur í gegnum tíðina fordæmt ungt fólk, feita, útlendinga, róna, konur, jafnaðarmenn og Kára Stefánsson, svo nokkuð sé nefnt.

Í símatíma í Bítinu í morgun var fyrst og fremst talað um veggjöld og þóttu þau umdeild. Svo hringdi Viðar. „Mér finnst ekkert gert fyrir okkur á stóru pickup-unum. Við borgum miklu meiri hærri bifreiðargjöld, þrisvar sinnum meira! Og við erum að borga miklu meira í okkar bíla, þeir eyða helmingi meira en aðrir bílar. Þannig að við erum skattlagðir og pyntaðir. Við fáum ekki forgangsakgreinar hérna í Reykjavík til dæmis. Þetta er alveg ótrúleg meðferð á stórbílaeigendum, þeim vilja vera svolítið góðir í snjónum,“ sagði Viðar.

Gunnlaugur Helgason, annar þáttastjórnenda, spurði á móti hvort það væri ekki gert til þess að hvetja jeppakarla til að minnka um sig. Viðar svaraði því að bragði og skellti svo á:

„Jú, það er verið að kvelja okkur. Hver heldurðu að vilji vera á litlum bíl? Kemst ekki neitt og þeir eru bara fyrir. Ég hef séð það út um allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu