fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Jón Baldvin segir Aldísi ljúga – Vísar í vottorð frá lögreglunni undirritað af lögreglustjóra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 07:45

Jón Baldvin Hannibalsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg spjót hafa staðið á Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokksins, undanfarna daga vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Jón skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segir Aldísi, dóttur sína, ljúga í málinu. Þá gagnrýnir hann vinnubrögð RÚV í málinu harðlega. Hann birtir einnig texta úr vottorði sem hann segist hafa fengið frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við málið, sú staðfesting er með persónugreinanlegum upplýsingum (nafni og kennitölu) og er undirrituð af Herði Jóhannessyni aðstoðarlögreglustjóra.

Grein Jóns ber heitið Sannleikurinn er sagna bestur. Í upphafi greinar sinnar vitnar Jón í viðtal í tímaritinu Mannlífi frá því í febrúar 1995 þar sem dætur hans, Aldís, Snæfríður og Kolfinna hafi farið hlýjum orðum um hann. Hann segir að þar hafi Aldís meðal annars sagt:

„Ég þekki ekki föður minn í þeirri mynd sem fjölmiðlarnir draga upp af honum: refur, óheiðarlegur, hrokagikkur … Akkúrat það sem hann ekki er. Hann er hlýr, skilningsríkur …“

Því næst spyr Jón hvað hafi breyst.

” Í forsíðuviðtali við DV (11.-13. okt. 2013) – átján árum síðar – kærir Aldís föður sinn fyrir kynferðislega áleitni við sig og dóttur sína, systur sínar, frænkur og vinkonur og lýsir honum sem siðlausu dusilmenni.”

Segir hann og víkur því næst að viðtali Sigmars Guðmundssonar við Aldísi á Rúv þann 18. janúar síðastliðinn þar sem hann segir hana hafa endurtekið allar þessar ásakanir og gott betur.

„Í viðtalinu segist hún hafa slitið öllu sambandi við föður sinn þegar árið 1991 og sakar hann um að hafa vélað sig inn á Landspítala árið 1992, þar sem hún hafi síðan verið kyrrsett með valdi, sprautuð niður og ranglega greind með geðhvarfasýki á háu stigi. Í ljósi hinna loflegu ummæla um föðurinn fjórum árum síðar er fullyrðingin um vinslit við hann sannanlega röng. Sannleikurinn er sá, að Aldís bar slíkar sakir fyrst upp á föður sinn eftir að hún hafði verið nauðungarvistuð á geðdeild Landspítalans árið 2002, áratug síðar. Hver er skýringin? Svarið er, að hennar eigin sögn, ítrekuð nauðungarvistun á geðdeild, sem hún kennir föður sínum um.“

Segir RÚV hafa gert bull að frétt

Því næst víkur Jón að þeim orðum Aldísar að hann hafi haft svo mikil völd að hann hafi getað látið vista hana nauðuga á geðdeild. Þetta segir hann allt vera rangt og segir að RÚV hafi gert þetta bull að sérstakri frétt án þess að kanna málið nánar.

„Það er ekkert verið að kynna sér lög og reglur sem um þetta gilda. Engri spurningu beint til forráðamanna Landspítalans um það, hvort það sé algengt, að saklaust fólk sé nauðungarvistað þar innan veggja, samkvæmt pöntun úti í bæ; eða knúið dyra hjá dómsmálaráðuneyti og lögregluyfirvöldum til að spyrja hvort þar sé alsiða að siga lögreglu á varnarlausa einstaklinga með þessum hætti, að pólitískum geðþótta valdhafa? Eru íslenskir ríkisborgarar virkilega núorðið varnarlausir frammi fyrir níðrógi og mannorðsmorðum af þessu tagi? Það hlýtur að teljast grafalvarlegt mál, að alvörufjölmiðill – eins og RÚV er ætlað að vera – skuli bera á borð fyrir hlustendur sína falsfréttir af þessu tagi.”

Jón vitnar síðan í orð Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra Landspítalans, um málið í útvarpsþættinum Í vikulokin þann 19. janúar síðastliðinn þar sem hún ræddi sjálfræðissviptingar og nauðungarvistanir.

„Það get­ur eng­inn nauðung­ar­vistað dótt­ur sína beint… sjálfræðis­svipt­ing er gríðarlega al­var­legt mál og ger­ist venju­lega í kjöl­far nauðung­ar­vist­un­ar. Þetta er flókið ferli. Nú veit ég ekk­ert hvað gerðist í þessu máli, en það er ekki þannig, að ein­hver geti bara pantað það; held­ur er það þannig, að ein­hverj­ar aðstæður skap­ast hjá ein­hverj­um ein­stak­lingi, sem verður til þess að hann er færður á geðdeild. Þá tek­ur við hon­um lækn­ir, sem met­ur hvort þurfi að nauðung­ar­vista viðkom­andi. Það er ein­ung­is hægt í 72 tíma. Sé talið að það þurfi leng­ur er kallað á ann­an óháðan lækni, sem ekki starfar á deild­inni þar sem sjúk­ling­ur­inn er til meðhöndl­un­ar; og þá er hugs­an­legt að nauðung­ar­vista í 21 dag til viðbót­ar. Og þá þarf leyfi sveit­ar­fé­lags, svo sem sýslu­manns. Árið 2015 varð sú breyt­ing, að ætt­ingj­ar þurfa ekki að fara fram á þessa vist­un leng­ur. Það var mik­il bót… En það er aldrei þannig, að það sé ein­hver einn sem geti farið fram á nauðung­ar­vist­un – það er ekki þannig. Að slíku máli koma marg­ir.“

Staðfesting frá lögreglunni

Jón segir að Aldís hafi borið svo mikið traust til hans að hún hafi falið honum einum að fara með umboð til að samþykkja nauðungarvistun hennar ef öll úrræði þryti. Þetta umboð hafi hún ekki dregið til baka fyrr en 2002, 11 árum eftir að hún segist hafa slitið öllum tengslum við hann. Því næst vitnar hann í vottorð frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu sem er að hans sögn dagsett þann 5. janúar 2012.

„Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur (kt. 210159-4449) eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)”

Jón segir að sannleikurinn hafi verið fyrsta fórnarlambið í umfjöllun RÚV um misbeitingu valds til að siga lögreglunni á saklaust fólk. Hann fer síðan yfir ýmislegt er varðar frásögn Aldísar í löngu máli og telur ýmislegt upp sem hann telur tengjast málinu og ásökunum í sinn garð. Einnig varpar hann fram spurningum er hann telur að rannsóknarblaðamenn eigi að leita svara við en þær tengjast meðal annars nauðungarvistunum fólks á geðdeildum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær Inga bara tvo ráðherra? „Hljómar óþægilega mikið eins og leikskipulag án markvarðar“

Fær Inga bara tvo ráðherra? „Hljómar óþægilega mikið eins og leikskipulag án markvarðar“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Páll Jakob ómyrkur í máli og sakar borgina um skeytingarleysi gagnvart fólki

Páll Jakob ómyrkur í máli og sakar borgina um skeytingarleysi gagnvart fólki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kerfið ráðalaust vegna skapofsakasta unglings – „Við höfum þurft að læsa herbergjunum til að vera viss um að lifa af nóttina“

Kerfið ráðalaust vegna skapofsakasta unglings – „Við höfum þurft að læsa herbergjunum til að vera viss um að lifa af nóttina“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband vekur upp spurningar – Settist aldrei í sjö klukkutíma flugi

Myndband vekur upp spurningar – Settist aldrei í sjö klukkutíma flugi
Fréttir
Í gær

Orri taldi 27 lundabúðir á Laugaveginum – Ríkið þurfi að innheimta meiri gjöld af ferðaþjónustunni

Orri taldi 27 lundabúðir á Laugaveginum – Ríkið þurfi að innheimta meiri gjöld af ferðaþjónustunni
Fréttir
Í gær

Bashar al-Assad rýfur þögnina og segir Rússa hafa skipað honum að fara

Bashar al-Assad rýfur þögnina og segir Rússa hafa skipað honum að fara