Sterkur grunur leikur á að hópur rúmenskra verkamanna sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir eru sviknir um laun. Mennirnir hafast í við mjög þröngu, ólöglegu húsnæði. Stöð 2 fjallaði um málið í kvöld og voru mennirnir grátandi og mjög örvæntingarfullir í viðtali við fréttastofuna. „Ég kom hingað til að hjálpa fjölskyldu minni. En ég fæ ekkert borgað,“ segir einn þeirra.
Málið er komið á borð til lögreglu og eru ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun jafnframt að rannsaka málið.