fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Sauð upp úr í Bítinu: Brynjar og Helga Vala tókust á – „Ráðast gegn manni sem á engan séns á að verja sig“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 10:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það rangt að bíða í áratugi með að stíga fram með frásagnir af brotum eða ósæmilegri hegðun, líkt og gert var á MeToo vefsíðu þeirra sem segjast hafa lent í kynferðisofbeldi eða áreitni frá Jóni Baldvini Hannibalssyni. „Ráðast gegn manni sem á engan séns á að verja sig. Það er enginn möguleiki að upplýsa málið,“ sagði Brynjar í þættinum Í bítið á Bylgjunni þar sem hann og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tókust nokkuð harkalega á um mál Jóns Baldvins.

Umfjöllunarefni þáttarins var opinber smánun. Helga Vala segir nauðsynlegt að marka hvað teljist til smánunar og hvað teljist til opinberrar umræðu:

„Ég held að þetta sé örþrifaráð. Út af því að þið eru að tala um opinbera smánun þá langar mig svolítið aðeins að við skoðum það: Hvar byrjar hin opinbera smánun? Er það opinber smánun að vera með samfélagmiðil og deila frétt sem kemur frá fjölmiðli ?  Er það opinber smánun að fjölmiðill fjalli um eitthvað sem fjölmiðillinn telur fréttnæmt? Er það opinber smánun að þolandi greini frá einhverju sem kemur fyrir ? Eða opinber smánun að fremja eitthvað eða gera eitthvað sem er það ósiðsamlegt, eða jafnvel brotlegt, að það teljist fréttnæmt. Hvar á þessi linkur að rofna því ef þetta þykir fréttnæmt, eiga fjölmiðlar þá að þegja yfir því svo að þeim sem þyki þetta fréttnæmt tali ekki um þetta.“

Helga Vala var ósammála Hróbjarti Jónatanssyni um að umræðan um Klaustursmenn væri opinber smánun, þeir sjálfir héldu umræðunni gangandi. Hefur Helga Vala þar líklega verið að vísa til þess að fjórir Klaustursmenn Miðflokksins eru að leita réttar síns gagnvart Báru Halldórsdóttur, sem stendur að baki upptökunum frægu.

Sjá einnig: Hróbjartur segir Klaustursmenn opinberlega smánaða:„Getur leitt til sjálfsvígshugsana hjá einstaklingum“

Sama segir hún að gildi um mál Jóns Baldvins.

„Í þessu tilviki og svo sem í Klausturmálinu þá skorti nú ekki á að viðfangsefnin haldi því máli lifandi“

Brynjar Níelsson telur það alvarlegt í réttarríki þegar almenningur er farinn að taka lögin í sínar eigin hendur.

„Það er ekki ætlast til að við séum að taka þetta í okkar hendur með þessum hætti heldur erum við með blóði, svita og tárum búin að reyna að búa til eitthvað kerfi í kringum þetta.“

„Mannskepnan er þannig að ef hún nær ekki einhverju réttlæti, sínu eigin réttlæti, í gegnum slíkt, þá grípur hún bara til hvaða úrræða sem hún hefur. Netið er auðvitað gott til þess.“

Helgu Völu finnast hvorki umræðurnar um Klaustursmálið né umræðan um Jón Baldvin teljast til opinberrar smánunar. Hins vegar hafi Alda Karen Hjaltalín, ráðgjafi og fyrirlesari, orðið fórnarlamb opinberrar smánunar eftir að lífsspeki hennar „Þú ert nóg“ fór fyrir brjóstið á mörgum og skapaði miklar umræður á samfélagsmiðlum þar sem vægðarlaust grín var gert af fyrirlesaranum unga.

„Það finnst mér þessi opinbera smánun sem við erum að tala um því þá erum við bara að tala um svona skoðanaskipti.“

Brynjar segir það mikilvægt að þolendur leiti réttar síns með löglegum leiðum, að þeir treysti á kerfið frekar en að taka lögin í eigin hendur. Hann telur að MeToo heimasíða um Jón Baldvin sé árás gegn manni sem hefur enga leið til að verja sig, það sé hættuleg þróun að menn taki lögin í eigin hendur og að þolendur þurfi að leita til yfirvalda til að fá réttlætinu fullnægt í stað þess að bíða í áratugi í þögn og stíga svo fram þegar vonlaust er að rannsaka málið. Helga Vala var því afar ósammála. Miklar byltingar hafa átt sér stað meðal þolenda undanfarin ár og það sé í samræmi við það og fullkomlega réttmætt að þolendur geti skilað skömminni. Þessir þolendur kusu að gera það með því að stofna þessa heimasíðu.

„Ég lifi í samfélagi, Helga Vala, og þetta samfélag verður aldrei gott ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Brynjar. „Ég ætla ekki að búa í ykkar réttláta samfélag Helga Vala, eða ég ætla að forða mér frá því.“

Að lokum sagði Brynjar:

„Það verða alltaf einhverjir til vandræða í því og það er bara hluti af lífinu.

Ég ætla ekki að fara að smána það fólk heldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína

Jónas Már úthúðar Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu – Alvöru blaðamenn hljóti að íhuga stöðu sína
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú
Fréttir
Í gær

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Í gær

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“

Sængurkonur fengu bakreikning vegna gagnaleka Sjúkratrygginga Íslands – „Þetta er ömurlegt“
Fréttir
Í gær

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu

Evrópskir hermenn eiga að tryggja að Rússar ráðist ekki á ný á Úkraínu