fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fréttir

Flýta byggingu varmastöðvar

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 1. febrúar 2019 17:00

Veitur Ohf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið kuldakast hefur verið undanfarna daga á landinu og hefur það valdið því að notkun á heitu vatni hefur aukist gífurlega. Svo mikil er eftirspurnin að Veitur ohf. hefur hvatt notendur á heitu vatni til að reyna að draga úr notkun. Ástæða þess að fyrirtækið greip til þessara aðgerða er sú að varmastöðvar fyrirtækisins, sem sjá um að notendur fái heitt vatn inn á kerfið, ráða einfaldlega ekki við þessa gífurlegu notkun sem hefur verið undanfarna daga. Ekki var áætlað að byggja nýja varmastöð fyrr en árið 2023 en nú hefur verið tekin ákvörðun að flýta byggingu á henni og hefjast framkvæmdir í haust.

Fjöldi ferðamanna er sagður ein megin ástæðan fyrir því að notkun á heitu vatni hefur aukist til muna, en reiknilíkön Veitna ohf. reikna ekki með ferðamönnum þegar kemur að útreikningum á mögulegri notkun á heitu vatni. Hefur fyrirtækið eingöngu notast við íbúðafjöldaspár og byggða fermetrafjölda. Árið 2000 notaði hver íbúi á höfuðborgarsvæðinu 368 þúsund lítra af heitu vatni á ári, en árið 2018 var sú tala komin upp í um 400 þúsund líta á ári. Er því um rúmlega 10% aukningu að ræða. Verði kuldinn ríkjandi áfram hér á landi mun þurfa að loka á stórnotendur eins og sundlaugar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Í gær

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Í gær

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“