fbpx
Mánudagur 22.júlí 2024
Fréttir

Gunnar Smári sakar RÚV og Jón Hákon um kvenfyrirlitningu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, segir að RÚV taki þátt í að vinnubanni, eða berufsverbot, á sér og fólki tengdu sér. Hann finnur á Facebook að því að í umfjöllun RÚV um verk í eignasafni Seðlabankans sé sérstaklega tekið fram að þar sé að finna verk eftir eiginkonu hans, Öldu Lóu Leifsdóttur.

„Ríkisútvarpið tekur þátt í berufsverbot-úrskurði hins viðbrennda Sjálfstæðisflokks, sem vill djöflast svo á mér og mínum að fólk hræðist að ráða okur til vinnu eða kaupa af okkur þjónustu eða verk. Hér eru taldir upp listamenn sem Seðlabankinn hefur keypt verk af og allir fá að standa á eigin vegum; nema Alda Lóa Leifsdóttir. Hún er ekki listamaður eins og hinir í fréttinni heldur eiginkona Gunnars Smára Egilssonar. Nú munu Hannes, Björn, Hallur og aðrir almannatenglar hins viðbrennda Sjálfstæðisflokks rísa upp og krefjast þess að verkinu verði skilað og Seðlabankastjóri segi af sér,“ segir Gunnar Smári.

Hann telur að þetta lýsi kvenfyrirlitningu þess sem skrifaði fréttina, Jóns Hákons Halldórssonar, eða RÚV. „En svo má vera að þessi framsetning lýsi bara viðhorfum Ríkisútvarpsins og Jóns Hákonar Halldórssonar til kvenna, að telja að þær beri að kenna sig við eiginmenn sína, þær sem eru eign einhverra manna. Og í því deilir Jón og Ríkisútvarpið reyndar skoðunum með hinum viðbrennda Sjálfstæðisflokki og almannatengslum hans. Það var engin kona í Eimreiðarhópnum og þótt Valhöll skreyti sig með konum, þá hlusta karlarnir ekki á þær; taka ákvarðanir í lokuðum herbergjum án þeirra,“ segir Gunnar Smári.

Hann heldur svo áfram og segir ákveðinn lærdóm megi draga af þessu: „Lærdómurinn er þessi: Þið getið hlegið ykkur máttlaus yfir hvað Hannes, Björn, Hallur og félagar eru vitlausir, taktlausir og siðlausir. En eftir sem áður stjórna þeir umræðunni í gegnum blaða- og fréttafólk sem óttast svo að verða fyrir aðkasti þeirra manna að þau aðlaga skrif sín og framsetningu að kröfum vit-, takt- og siðleysingjanna.“

Eftir því sem DV kemst næst þá hefur RÚV fjarlægt nafn Gunnars Smára úr fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina

Flugi til Íslands aflýst vegna bilunar á síðustu stundu – Vélin var komin út á flugbrautina
Fréttir
Í gær

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því

Costco reiknar ekki með að „heimsendafatan“ verði til sölu hérlendis – Aðeins ákall neytenda gæti breytt því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásin á Yönu og fjölskyldu hennar – Emmanuel gekkst undir langa aðgerð í gær

Árásin á Yönu og fjölskyldu hennar – Emmanuel gekkst undir langa aðgerð í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað

Flutningur ráðuneytanna langt kominn í glæsihýsið við Austurbakka – Óvíst um endanlegan kostnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi