fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Nemendur Jóns Baldvins saka hann um kynferðislega áreitni – „Hann byrjaði að káfa á mér allri og sleikti á mér hálsinn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. janúar 2019 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Alexandersdóttir segir að framkoma Jóns Baldvins Hannibalssonar við sig er hún var nemandi hjá honum í Hagaskóla hafi bundið enda á skólagöngu hennar. Matthildur Kristmannsdóttir lýsir meintri grófri áreitni Jóns Baldvins við sig er hann lét hana sitja eftir í skólanum og var einn með henni:

„Hann byrjaði að káfa á mér allri og sleikti á mér hálsinn og eyrað og kinnina. Ég var algjörlega frosin. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat ekki sagt neitt.“

Þetta kemur fram í umfangsmikilli úttekt Stundarinnar á ásökunum gagnvart Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra. Fyrst var getið um kynferðislega áreitni Jóns Baldvins í fréttum fyrir nokkrum árum er í ljós kom að hann hafði skrifað mjög vafasöm bréf til kornungrar frænku sinnar. Í bréfunum lýsti hann meðal annars samförum sínum og eiginkonu sinnar, Bryndísar Schram. Undanfarna daga hefur verið getið um fjölmargar ásakanir á hendur Jóni Baldvini um kynferðislega áreitni í gegnum langt tímabil. DV greindi frá nýjustu ásökuninni um atvik sem á að hafa átt sér stað á heimili Jóns Baldvins eftir leik Íslands og Argentínu á HM síðastliðið sumar. Þar lýsir Carmen Jóhannsdóttir meintri áreitni Jóns Baldvins svo:

„Svo sat vinkona þeirra á milli þeirra og ég og mamma. Ég sat næst honum. Þegar ég stóð upp á einum tímapunkti og fór að skenkja í glösin, þá bara gerði kallinn sér lítið fyrir og byrjaði að strjúka á mér rassinn. Og ekkert bara rétt aðeins, heldur upp og niður strjúka á mér rassinn.“

Jón Baldvin Hannibalsson var um árabil formaður Alþýðuflokksins. Hann var utanríkisráðherra í samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins á árunum 1991-1995 undir forsæti Davíðs Oddssonar. Meðal frægra verka Jóns Baldvins sem ráðherra var gerð EES-samningsins við Evrópusambandið og viðurkenning á sjálfstæði Litháens sem á þeim tíma háði harða sjálfsæðisbaráttu við Sovétríkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði