fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Jóhannes stjörnumeðhöndlari opnar sig: „Að hennar sögn kom (ég) víst við snípinn á henni“

Erla Dóra Magnúsdóttir, Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 18:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk er ekki mikið að pæla í að flestar þessar stelpur eiga sér allar sögur af misnotkun, allt annars staðar frá en mér.“

Þetta segir Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson meðhöndlari, sem var afar vinsæll hjá fræga fólkinu hér á landi þegar kom að því að lagfæra stoðkerfi og líkamsstöðu fólks. Hann hefur rekið fyrirtækið Postura, lengi við góðan orðstír. Jóhann staðfestir að minnst ellefu konur hafi kært hann og ásakað um kynferðisbrot. DV hefur áður fjallað um að yfir 30 konur hafi sett sig í samband við Sigrúnu Jóhannsdóttur, en hún er réttargæslumaður kvennanna. Hún telur að það sé með ólíkindum að Jóhannes hafi ekki verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á neinum tímapunkti og starfi óáreittur.

Þá telur Jóhannes skipta máli í samhengi þess að hann hafi verið kærður af ellefu konum að flestar þeirra eigi sér sögu um misnotkun, en ekki af hans hálfu. DV hefur engar upplýsingar um hvort konurnar hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi áður en þær kærðu Jóhannes og þá verður þessi tenging Jóhannesar að teljast afar vafasöm að setja samhengi þarna á milli. Þá telur Jóhannes að málið sé einnig byggt á öfundsýki og hversu farsæll hann hafi verið í starfi og nú sé verið að reyna koma á hann höggi.

Fjöldi mála
Jóhannes var kærður árið 2005 grunaður um brot gegn 14 ára stúlku.

Viðskiptin dregist saman

Jóhannes segir sjálfur að viðskiptin hafi dregist saman eftir að DV og Fréttablaðið fóru að fjalla um málið. Fréttablaðið hefur þó aldrei nafngreint Jóhannes. Aldrei hefur eins stórt mál sem inniheldur jafn alvarlegar ásakanir komið upp í þessum geira fyrr. Þá skal tekið fram að Jóhannes er hvorki hnykkjari eða sjúkranuddari og því notar hann orðið meðhöndlari. DV sagði hann stjörnunuddara í fyrstu frétt um málið. Sjálfur gantaðist Jóhannes með umfjöllunina og kallaði sig stjörnunuddara á Instagram myndum sem hann deildi.

Áður sakaður um kynferðisbrot

Samkvæmt heimildum DV hefur Jóhannes í þrígang verið kærður áður og sakaður um kynferðisbrot, þau mál voru öll látin niður falla. Björn Leifsson, eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class, sagði að Jóhannes hafi starfað þar fyrir nokkrum árum en látinn fara eftir viku. Rætt var við Konráð Val Gíslason einkaþjálfara sem sagði: „Þetta kom upp þegar ung stúlka, um 16-17 ára, var í meðferð hjá honum þegar hann starfaði hjá World Class. Eftir meðferðina sagði hún kærasta sínum frá sem hringdi hingað inn og kvartaði yfir manninum,“ sagði Konráð við Fréttablaðið. „Ég vissi af þremur konum í þjálfun hjá mér sem höfðu farið til hans og lent í einhverju misjöfnu.“

Sakar lögmann um að safna liði

Lögmaður Jóhannesar, Steinbergur Finnbogason hefur sakað lögmann kvennanna, Sigrúnu um að safna liði gegn skjólstæðingi hans. Steinbergur sagði:

Steinbergur sagði að um sé að ræða dæmigert mál sem snýst um að skjóta fyrst og spyrja svo. „Rétturinn til þess að teljast saklaus þar til sekt er sönnuð er einfaldlega orðinn að engu í samfélagi netvæddra samskipta þar sem einstaklingurinn er í raun sjálfstæður fjölmiðill og hefð hefur myndast fyrir því að í lagi sé að láta nánast hvað sem er flakka.“ Sigrún hafnaði þessu og sagði:

„Ég hafna því alfarið. Mikill er máttur lögmanns að geta safnað saman hópi kvenna til að koma fram með svona ásakanir. Það er fráleitt. Svona orð dæma sig sjálf.“

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson

Opnaði sig á Facebook

DV hefur ítrekað reynt að ná í Jóhannes Tryggva án árangurs. Hann tjáði sig í löngu máli í gær á Facebook um ákærurnar en fjarlægði svo færsluna. Þar viðurkennir hann að hafa farið með fingur inn í leggöng konu en segir að það hafi verið gert til að meðhöndla grindargliðnun. Þá birti hann nöfn þriggja kvenna en minnst ellefu konur hafa lagt fram kæru og hefur DV áður greint frá að hátt í þrjátíu konur saki Jóhannes um kynferðisbrot. Jóhannes er ósáttur við viðbrögð lesenda en hann segir:

„Ég hef nú fengið að finna fyrir þokkalegum skít frá þjóðfélaginu síðustu mánuði og dæmdur af dómstólum götunnar. Mér var alltaf kennt að dæma ekki það sem ég þekkti ekki eða kæmi ekki við, sem var bara gott og ég skipti mér ekki af annarra málum.“

Hatur og afbrýðisemi

Jóhannes telur eins og áður segir að ástæða þess að hann hafi verið kærður megi rekja tólf ár aftur í tímann, vegna haturs og afbrýðisemi frá öðrum meðferðaraðila, formanni Osetopatafélagsins sem hann segir að hafi verið vinur hans en vináttan hafi endað eftir að vinurinn girntist konu Jóhannesar. Aðra meðferðaraðila sakar hann um að hafa komið þeim sögusögnum af stað að hann væri að misnota konur og væri „algjör perri.“ Jóhannes segir:

„Ef ég væri perri þá færi það ekki framhjá neinum I would go all in.“

Segist hafa stungið fingri í leggöng konu

Þá segir Jóhannes að hann hafi meðhöndlað 60 þúsund manns á 15 árum og á þeim tíma hafi ellefu konur kært hann. Það er því rétt að taka fram að minnst 30 konur saka hann um kynferðisbrot. Þá segir Jóhannes um eina konuna sem er landsþekkt listakona:

„ … segir að ég hafi farið að putta sig tveim mínútum eftir ég byrjaði að nudda hana og segist hafa staðið upp og og hlaupið út. Missti alveg af því þar sem hún kom fjórum sinnum og já ég hjálpaði henni með ýmis vandamál.“

DV hafði samband við konuna sem treysti sér ekki til að tjá sig við DV á þessu stigi málsins en eins og með önnur mál neitar Jóhannes að hafa brotið á þeim tugum kvenna sem hafa stígið fram. Þá segir hann aðra konu hafa ætlað að sofa hjá honum en þau hætt við:

„en henni datt samt í hug að kæra mig núna.“

Jóhannes segir:

„Tvær vinkonur með sömu sögu sögðu að ég hafi verið að nudda þær svo allt í einu stungið puttanum inn eitt andartak svo haldið áfram að nudda.“

Þá viðurkennir Jóhannes að hafa stungið fingrum inn í leggöng konu sem glímdi við grindargliðnun:

„ … við reyndum tvisvar sinnum að laga, eftir tvö skipti sagði ég; við þurfum að fara alla leið inn og losa þar vöðvaspasma o.fl. Bauð henni að hafa mann sinn með eða (innskot blm: kona hans) væri viðstödd. Hún sagði ég treysti þér fullkomlega og labbaði út virkilega glöð, nema kærði mig svo 3 árum seinna því ég sagði við hana næst förum við alla leið og ég að hennar sögn kom víst við snípinn á henni þegar ég var að losa upp spennuna í móðurlífinu.“

Ætlaði að stúta Jóhannesi

Þá kveðst Jóhannes hafa orðið fyrir hótunum. Unnusti konu hafi viljað milljón eftir að hún fór í nudd til Jóhannesar. Að öðrum kosti ætlað að fara með upplýsingarnar í DV.

„ … eða stúta mér þar sem ég nuddaði rassinn á henni of mikið og þar kom WC inn í söguna (klósettið eins og ég kalla það). Hef einu sinni komið þar inn að gefa starfsfólki fría meðhöndlun. Allt annað frá þeim er kjaftæði.“

Jóhannes hefur aðstoðað marga fræga og þekkta Íslendinga, svo sem Hafþór Júlíus og þá er Aron Jóhannsson ein fjölmargra stjarna sem hefur nýtt sér þjónustu Postura sem er í eigu Jóhannesar

Sálin brennd af reiði

Jóhannes segir að eftir umfjöllun fjölmiðla hafi flestir yfirgefið hann, fyrir utan hans nánustu.

„Hugsar enginn út í afleiðingar af svona ásökunum?“ spyr Jóhannes og bætir við að hann sé ekki að kalla eftir meðaumkun:

„Sál mín er svo brennd af reiði og hatri út í dóma ykkar. Ég er sár að allir hunsi mig og mína sögu. Þeir fáu sem hringja er fyrsta spurningin að athuga hvort væri ekki allt dottið niður að gera á stofunni!!!!“

Bætir Jóhannes við að hann hafi misst marga viðskiptavini.

„ … það eru nokkrar hræður sem hlusta ekki á þetta bull, nokkrar hræður sem standa með mér og þess vegna er ég hér, ég hef staðið vaktina á stofunni með tárin í augunum enn samt gert mitt besta að hjálpa þeim sem inn komu með alla sína verki og vandamál.“

Þá setur Jóhannes fram ansi vafasama tengingu:

„Fólk er heldur ekki mikið að pæla í að flestar þessar stelpur eiga sér allar sögur af misnotkun, allt annars staðar frá en mér.“

Þá telur Jóhannes að Sigrún Jóhannsdóttir hati menn, sé talin geðsjúk en annað er ekki rétt að hafa eftir í þessari umfjöllun. Sakar Jóhannes Sigrúnu um að reyna græða á málinu. Jóhannes segir:

„Ísland er svo lítið að við getum kálað hverjum sem okkur langar að kála með orðum, og það er víst tískan í dag að segja nógu ógeðslegt hér á netinu til að úthúða manneskjum.“

Elskaði sjálfan sig

Jóhannes telur síðan að kona hans og lögfræðingur verði afar ósátt við að hann hafi tjáð sig um málið á Facebook. Bætir hann við að hann hafi elskað sjálfan sig, mannorðið verið gott og verið stoltur af því hvað hann gerði fyrir sína kúnna og nefnir síðan að hann hafi farið inn í endaþarm rallýökumanns og rétt við á honum rófubeinið sem hafi orðið til þess að hann náði miklum árangri.

„Sannarlega er búin að gera eitthvað sem ég átti ekki að gera á einhverjum tímapunkti í lífinu. Ert þú engill?“ spyr Jóhannes og bætir við að hann hafi farið úr því að þjóna 120 manns á viku. Í dag eru þeir þrjátíu.

„ … sem gleður líklegast marga að vita og geta rúnkað sér yfir því hér og nú eða á ljósum á leiðinni í vinnuna,“

segir Jóhannes og bætir við:

„Mér fannst MeToo gott concept þar til íslenskar konur tóku það á sitt level og gerðu lítið úr konum sem virkilega hafa verið misnotaðar.“

Leið eins og Loka Laufeyjarsyni

„Ekki gleyma því að það eru til nóg af crazy bitches þarna úti og ein ástæðan fyrir að enginn þorir að segja neitt því að það eiga allir eina sem er með tak á þeim. Man up boys,“ segir Jóhannes og kveðst síðan þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hafi fengið. Ég er endalaust þakklátur þeim sem hafa staðið með mér. Ég virði og met styrkinn sem mér hefur verið gefinn af mömmu og pabba í æsku og ómetanlegan stuðning konunnar minnar hennar án hennar væri ég róni á götum Reykjavíkur. Í staðinn ætla ég að halda áfram að vera frumkvöðull í því sem ég geri best.

Jóhannes fékk að sögn að kynnast því að vera dásamaður og vera fullur sjálfstraust, en síðan hafi honum verið skellt á andlitið líkt og hann orðar það. Hann segir:

„Mér leið eins og þegar Hulk tók Loka og tuskaði hann til í Thor myndinni síðustu tvo mánuði þó það sé ekki hægt að rífa mig neðar er alltaf fólk sem sparkar í dauðan hund. Það fylgir nefnilega meira hate than love í velgengninni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt