fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Þetta eru mennirnir sem vilja banna íslenskum konum að fara í þungunarrof – „Mér finnst það ógeðslegt“

Kristjón Kormákur Guðjónsson, Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta karlmenn vilja banna konum hér á landi að nýta þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu. Þeir heita, David B. Tencer, Guðmundur Örn Ragnarsson, Jónas Sen, Ólafur Magnús Ólafsson, Ólafur Þórisson, Sigurður Ragnarsson, Steindór Sigursteinsson og Sveinbjörn Gizunarson.

Leggjast þeir alfarið gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Á RÚV kemur fram að Velferðarnefnd sendi út 61 umsagnarbeiðni til trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, heilbrigðisstofnana, samtaka heilbrigðisstarfsfólks og félagasamtaka. Frestur til að skila inn umsögnum rennur út 24. janúar. Markmið frumvarpsins er að tryggja að sjálfsforræði kvenna sem óska eftir þungunarrofi sé virt með því að veita þeim öruggan aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þá er lagt til að konu verði veitt fullt ákvörðunarvald um það hvort hún elur barn fram að lokum 22. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja konunnar.

Níu hafa sent inn erindi og umsagnir. Aðeins eitt erindi styður frumvarpið. Átta karlmenn eru hins vegar andvígir því að konur hér á landi fái þennan rétt. DV birtir einnig könnun og skorar á lesendur að segja sína skoðun. En hverjir eru þessir karlmenn sem vilja ekki að konur fái að taka ákvörðun um þungunarrof fram að 22 viku meðgöngu.

Vill banna að lífláta borgarana

Fyrstan ber að nefna , prest og þáttastjórnanda á Omega. Guðmundur Örn er forstöðumaður Samfélags trúaðra og sendi inn erindi í þeirra nafni. Hann er einnig ritstjóri Biblebelievers.is og ritstýrði blaðinu Betra land þar sem Vladimar Pútín var hrósað fyrir loftárásir í Sýrlandi og sagður nútíma krossfari.

Guðmundur Örn trúði því einnig svo frægt var Eyþór Arnalds væri útvalinn af Guði og hann yrði borgarstjóri, landsfaðir og forsætisráðherra. Guðmundur vill að frumvarpið taki miklum breytingum og fái nafnið:

Frumvarp til laga um algjört bann við drápum barna í móðurkviði. Þá segir Guðmundur:

„ … að heilbrigðiskerfi þjóðarinnar sé notað til að hlúa að mannlegu lífi og heilsu manna en ekki til að lífláta borgarana.“

Brot við þessu verði samkvæmt almennum hegningarlögum að mati Guðmundar.

Steindór vill banna þungunarrof á öllum stigum

Næstur í röðinni er Steindór Sigursteinsson sem kveðst hafa starfað hjá Sláturfélagi Suðurlands Hvolsvelli frá árinu 1991 og er með grunnskólapróf. Hann lauk Biblíuskóla í Kirkjulækjarkoti árið 1989 og var í Biblíuskóla í Englandi árin 1995 til 1996. Hann hefur áhuga á framgangi Kristinnar trúar á Íslandi. Þá hefur hann einnig áhuga á fjarstýrðum flugmódelum. Hann var einnig frambjóðandi fyrir Íslensku þjóðfylkinguna árið 2016. Hann segir þungunarof vera mikinn smánarblett á íslensku heilbrigðiskerfi og löggjöf landsins. Steindór segir:

„Er það skoðun greinarhöfundar að banna ætti fóstureyðingar hér á landi.“

Biskup talar um heimsfaraldur

David B. Tencer Reykjavíkurbiskup sem stýrir Kaþólsku kirkjunni er alfarið á móti frumvarpinu. David segir í sinni umsögn:

„Er ekki kominn tími til að stöðva þennan heimsfaraldur sem hefur á síðustu 20 árum eytt um það bil jafn mörgum á Íslandi og þeim sem búa á Akureyri og nærsveitum?“

Stríðir gegn siðferði

Ólafur Magnús Ólafsson er andvígur þungunarrofi og segir slíka aðgerð fara gegn virðingu sinni fyrir mannlífi.

„Ég hef kynnt mér frumvarp sem heimilar fóstureyðingu fram til loka 18. viku og er ég því mjög andvígur. Það stríðir gegn sannfæringu minni og virðingu fyrir mannlífi svo og mínu siðferði.”

Ólafur segir útlimi barns sniðin af

Ólafur Þórisson er með embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu. Hann segir á bloggi sínu:

„Fósturdeyðingar, eins og þær hafa verið stundaðar til þessa, eru nógu grófar deyðingar gegn hinu ófædda barni.“

Í umsögn sinni segir hann: „Þungunarrof felur í sér að bæði höfuð og útlimir hins ófædda barns eru sniðin af.“

Áhætta á ófrjósemi

Sigurður Ragnarsson, búsettur í Keflavík, segir þungunarrof í þróuðum löndum hafa fækkað verulega síðustu áratugi. Að hans sögn er afar nauðsynlegt að hafna þeirri skoðun að slíkar aðgerðir verði auðveldari vegna áhættuþátta. Sigurður segir:

„Ástæða er til að draga í efa, að fræðsla um aukaverkanir af fóstureyðingum hafi undanfarna áratugi verið fullnægjandi. Of lítið hefur verið gert úr sumum áhættuþáttum, til dæmis ófrjósemi.“

Ekki hættulaust segir Sveinbjörn

Sveinbjörn Gizunarson, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, hefur skilað miklum árangri í lyfjagjöf við flogaveiki í formi nefúða. Innöndunarlyfið sem um ræðir var tekið til flýtimeðferðar hjá Bandaríska lyfjaeftirlitinu á síðasta ári. Sveinbjörn segir að þunglyndi og aðrir geðrænir sjúkdómar tilheyri langtímaáhrifum þungunarrofs.

„Í fóstureyðingum mikið inngrip inn í líkama kvenna sem er ekki með öllu hættulaust. Meðferð vegna slíkra langtímaáhrifa felur í sér aukinn kostnað fyrir samfélagið sem kallar á að almannahagsmunir séu jafnframt metnir áður en ákvörðun um fóstureyðingu er tekin.“

Píanóleikari segir þungunarrof ógeðslegt

Píanóleikarinn, tónlistarkennarinn og rithöfundurinn Jónas Sen hefur farið víðan völl á sínum ferli. Hann með meistaragráðu í tónlistarfræðum frá tónlistardeild City University í London og hefur sinnt störfum sem tónlistargagnrýnandi. Jónas er andvígur frumvarpi sem heimilar þungunarrof fram til loka 18. viku.

„Mér finnst það ógeðslegt og það stríðir gegn sannfæringu minni um virðingu fyrir mannslífi,“

segir Jónas.

Af níu umsögnum hafa þessir átta karlmenn sagt skoðun sína á frumvarpi heilbrigðisráðherra sem margar konur hafa fagnað. Hver er skoðun lesenda DV á málinu.

Hér fyrir neðan er hægt að taka þátt í könnun:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eiður og Vicente í KR
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna