fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Hafþór birti jólamynd og fékk yfir sig holskeflu af grimmum athugasemdum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn og leikarinn Hafþór Júlíus Björnsson, oft kallaður Fjallið, birti á aðfangadag mynd af sér og eiginkonu sinni, Kelsey Henson, á Instagram. Það væri ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að tæplega tvö þúsund athugasemdir hafa verið skrifaðar við myndina. Þær eru flestar mjög neikvæðar og varða stærðarmun hjónanna.

Hafþór er sterkasti maður heims og ríflega tveir metrar á hæð meðan eiginkona hans er 157 sentímetrar. Hæðarmunur hjónanna er því umtalsverður. Hafþór er geysivinsæll á Instagram en þar fylgja honum 1,6 milljón manns, enda þekktur kraftajötunn og leikur auk þess í Game of Thrones, sem eru meðal vinsælustu sjónvarpsþátta í heimi.

Líkt og fyrr segir hafa furðumargir skrifað athugasemdir við myndina og varða margar kynlíf hjónanna. Óþarfi er að hafa mörg orð um þær athugasemdir.

Nokkrir gefa í skyn að Henson sé dóttir Hafþórs, líkt og notandi sem kallar sig papadigorgio. „Fullorðinn maður og dóttir hans … ó bíddu,“ segir hann.

Aðrir nefna ásakanir á hendur honum fyrir ofbeldi í sambandi en eins og áður hefur komið fram í fréttum kærði sambýliskonan fyrrverandi Hafþór fyrir frelsissviptingu árið 2017. Um svipað leyti stigu þrjár konur fram í Fréttablaðinu og lýstu  líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans. Meðal annars barnsmóðir Hafþórs. Hafþór hefur ávallt neitað sök í þeim málum.

Margir koma Hafþóri þó til varnar, líkt og joshuat8018. „Það er ekki eins og honum sé ekki skítsama. Hann myndi berja þá sem eru með skítkast ef hann vildi,“ segir hann. Aðrir hrósa þeim og óska þeim gleðilegra jóla.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem nettröll ráðast á Hafþór en í maí fjallaði DV um sambærilegt atvik. Þá hafði hann tjáð sig við breska fjölmiðilinn Mirror um leiðindi á samfélagsmiðlum. „Enginn segir svona lagað við mig í eigin persónu eða hótar að vaða í mig, en það er mikið af hugrökku fólki þarna á netinu sem tjáir sig,“ sagði hann þá og benti á að hann væri sterkasti maður heims meðan nettröllin hefðu lítið afrekað.

https://www.instagram.com/p/Brx9zQBA0Bx/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“