fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Utangarðskona herjar á stigagang í Asparfelli: „Skil ekki hvers vegna lögreglan segist ekki hafa svona mál í forgangi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. september 2018 16:58

Hús við Asparfell. Mynd tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum með ungt barn og hér býr líka gamalt fólk. Hún hefur ógnað fólki með sprautunálum, stolið og unnið skemmdarverk,“ segir íbúi í Asparfelli, ungur fjölskyldumaður, en kona sem virðist vera sprautufíkill hefur ítrekað brotist inn í stigaganginn og valdið ýmsum usla.

Maðurinn varð fyrst var við utangarðskonuna á föstudaginn er hann kom heim úr vinnu á milli klukkan sjö og átta. Er talið að konan hafi þá verið að athafna sig í húsinu frá því um fimmleytið. Hún komst líklega inn með því að einhver íbúi hleypti henni inn aðgátarlaust eftir að hún hafði hringt dyrabjöllum við útidyrnar.

„Ég varð var við hreyfingu í þvottahúsinu, ég sá í gegnum gluggana að það var verið kveikja og slökkva ljósið. Ég opnaði dyrnar og ætlaði að teygja mig í slökkvarann en þá var hurðinni ýtt á höndina á mér. Þá ýtti ég hurðinni inn og þá mætir mér reidd hönd á lofti með sprautumál. Ég ýtti hurðinni fastar og þá datt manneskjan um koll.“

Íbúinn segir að þessi aðili hafi verið kona, um eða yfir þrítugt. Aðkoman í þvottahúsin var ófögur:

„Það var allt á floti og ruslafata var um koll og innihaldið um allt gólf, sem var mjög skítugt. Þarna voru bæði notaðar og ónotaðar sprautunálar og blóðugur pappír. Ég var með mottu og tvö lítil teppi í vélinni minni og það var búið að taka þetta út úr og reyna að nota mottuna til að þurrka upp bleytuna af gólfinu. Við erum með þvottavél og þurrkara þarna og það var búið að rífa allt úr sambandi og tenglar og slöngur lágu í gólfinu. Það var búið að slíta slönguna úr þvottavélinni frá vatninu, líklega hefur konan dottið á hana.“

Konan vildi ekki fara og mjög erfiðlega gekk að koma henni út úr húsinu.

„Ég sagði henni að hunskast burtu því annars myndi ég hringja á lögreglan. Hún bað mig um að gera það ekki vegna þess að hún hefði nýlega verið látin laus úr fangelsi og væri á skilorði. Hún hélt því fram að vinur sinn byggi í húsinu og hefði hleypt sér inn. Ég talaði við umræddan mann og hann kannaðist ekkert við hana. Hér býst mestmegnis rólegt fjölskyldufólk en ekki óreglufólk.“

Tók lengur en tvær klukkustundir að koma konunni út úr húsinu

Maðurinn segir að síðan hafi aðrir íbúar skorist í leikinn og einn maður hringdi í lögregluna. Lögreglan sagði að svona mál væru ekki í forgangi. Kom lögreglubíll ekki fyrr en eftir að konan var farin, líklega um 2-3 klukkustundum eftir tilkynninguna.

„Hún var eins og jójó upp og niður lyftuna hér, menn voru að elta hana hér út um allt og tókst ekki að hafa hendur í hári hennar í langan tíma,“ segir maðurinn. Hann þurfti sjálfur frá að hverfa um níuleytið en aðrir íbúar hentu konunni loks á dyr. Þegar lögreglubíll kom loks á vettvang var konan farin.

Konan kemur aftur um nóttina og sparkar í rúður

„Um hálftvöleytið á föstudagsnóttina vakna ég síðan við að dyrabjöllunni er hringt. Við erum með myndavélasíma svo ég sá að þetta var hún. Ég fór niður í anddyri og hún bað um að ná í tösku sem hún átti inni. Ég sótti töskuna en þegar ég opnaði dyrnar reyndi hún að ryðjast inn.“

Maðurinn stóð í stympingum við konuna og blóðgaðist á hendi í átökunum.

„Hún reyndi síðan að brjótast inn í húsið með því að sparka í rúður til að brjóta þær.“

Aftur var hringt í lögreglu sem kom ekki á vettvang fyrr en löngu síðar, eftir að konan var farin. „Ég veit að það er mikið að gera hjá lögreglunni á föstudagskvöldum en mér finnst skrýtið að segja að svona mál sé ekki í forgangi. Og fyrra tilvikið var snemma um kvöld. Við erum með barn hérna, hér er gamalt fólk og þessi kona hefur verið að ógna fólki með sprautunálum. Auk þess hefur hún bæði stolið og skemmt hérna í húsinu.“

Maðurinn segist hafa séð ummerki um ferðir konunnar í húsinu einnig á laugardeginum en hann hefur ekki séð hana sjálfa síðan á föstudagsnóttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu